Morgunn - 01.06.1943, Síða 88
82
MORGUNN
er l^að, að afi minn gefur sig á tal við hann, og minnir
mig að hann spyrði: „Ertu búinn að sjá hnífinn?" Það
man ég glöggt, að Jói svarar: „Það er þarna djúp gróf,
með vall-lendisbökkum á báðar hliðar, og hnífurinn ligg-
ur austan í grasþúfu á vesturbakka grófarinnar“. Það
man ég, að þá sagði afi minn á þá leið, að það gæti verið,
því að þar hefði hann sleppt lömbunum, en spurði Jóa,
hvort hann sæi Miðfjarðará og hvort hann gæti ekki tekið
einhver mið að þúfunni, sem hnífurinn lægi á. Jói játar
því að hann sjái ána, og segir: „Það er þarna leirflag í
norðurbakka árinnar, og stór, einkennilegur steinn á hæð
í suðri. í vestri sé ég lágan hól með grænni hundaþúfu,
og í austri leirtjörn með örlitlum hólma, en hann ber í
oddmyndaðan tanga, sem gengur út í tjörnina austan-
verða“. Eitthvað töluðust þeir meira við, en ekki töluðu
þeir meira um hnífinn. Nú fór afi minn að hátta, og er
mér í barnsminni, hve undrandi ég var yfir þessu samtali
vakandi og sofandi manns.
Þegar ég vaknaði um morguninn, var Jói vaknaður, en
vinnustúlka er að bera upp morgunkaffið og kallar til afa
og ömmu, sem enn sváfu. Afi minn var kýminn að eðlis-
fari, og segir hann nú glettnislega við Jóa: „Jæja, Jói
minn, gaztu nú látið þig dreyma hnífinn?“ Jói gerði lítið
úr því, eins og ég komst að síðar, að venja hans var um
dulskynjanir hans, kvað hann sig raunar hafa dreymt
hnífinn, en þó væri ekki víst, að svo glöggt væri, að hann
gæti fundið hnífinn.
Laust fyrir hádegið lögðu þeir af stað, til að leita hnífs-
ins, og lét afi minn að þrábeiðni minni, og leyfði mér að
fara með þeim. Nú segir ekki af ferð okkar fyrr en við
komum inn á Miðf jarðarheiði á hestunum, en af kunnug-
leika veit ég, að þangað er röskur tveggja tíma gangur.
Við fórum af baki á austurbakka grófarinnar, og þótt ég
hefði þá ekki komið þangað fyrr, þekkti ég grófina þegar
af lýsing Jóa kvöldinu áður. Afi tók svo forystuna yfir
grófina og á að gizka fjóra—fimm faðma upp á vestur-