Morgunn - 01.06.1943, Side 92
86
MORGUNN
Herra ritstjóri.
í marz—apríl hefti „Úrvals“ er grein um töfrabragða-
manninn Houdini, augsýnilega rituð af ákveðnum and-
stæðingi sálarrannsóknanna, því að í niðurlagi greinar-
innar er áróðurskafli á það mál, og rangt farið með. Þar
sem ekki mun vera tilgangur ritsins, að flytja áróður á
sérstök málefni, leyfi ég mér að birta nokkurar leiðrétt-
ingar, svo stuttar sem unnt er, til skýringar.
Tímaritið „Scientific American“ ætlaði ekki að „fletta
ofan af svikurum, sem höfðu haft fé út úr þúsundum
manna, og áttu sök á því, að fjöldi manns hafði misst vit-
ið“. Tímaritið hét 2500 dollara verðlaunum miðli, sem
sýndi áreiðanlegt fyrirbrigði (objective psychic phenome-
non) að dómi fimm manna nefndar. í nefndinni voru tveir
prófessorar, tveir æfðir en mjög gagnrýnandi sálarrann-
sóknamenn og Houdini. Ritari á fundunum átti að vera
meðritstjóri tímaritsins, en ekki hafa dómsatkvæði. Hon-
um tókst að fá frægan miðil, „Margery“ að gervinafni, til
að halda fundi. Hún var ekki „alræmd“, eins og í grein-
inni í tímariti yðar segir, en hún og maður hennar, dr.
Crandon, mikilsmetinn og lærður læknir og prófessor, al-
kunn fyrir göfugmennsku og höfðingsskap.
Nú yrði of langt að skýra frá fundunum, en niðurstað-
an varð eiginlega engin. Þó dæmdi einn nefndarmaður, að
Margery hefði unnið verðlaunin, og hallaðist meðritstjór-
inn að því, en hann átti ekki atkvæðisrétt. Þrem nefndar-
mönnum þótti fyrirbrigðin merkileg, en töldu sig þó ekki
hafa fengið fullgildar sannanir. Enginn þeirra bar Mar-
gery neinum svikum. Houdini einn taldi hana bera að
brögðum, byggt á því einu, sem í hinni íslenzku þýðing
greinar yðar er nefnt reglustika, en var fjórsamanbrotinn
mælikvarði, sem trésmiðir nota. Hann einn hafði sagt
fyrir um og gengið frá útbúnaði á kassa, sem miðillinn
sat í, og var hann grunaður um, að hafa sjálfur sett þar
kvarðann. Stjórnandi miðilsins bar það beinlínis á hann,
en honum var mikið um að gera að geta sannað svik og