Morgunn


Morgunn - 01.06.1943, Side 92

Morgunn - 01.06.1943, Side 92
86 MORGUNN Herra ritstjóri. í marz—apríl hefti „Úrvals“ er grein um töfrabragða- manninn Houdini, augsýnilega rituð af ákveðnum and- stæðingi sálarrannsóknanna, því að í niðurlagi greinar- innar er áróðurskafli á það mál, og rangt farið með. Þar sem ekki mun vera tilgangur ritsins, að flytja áróður á sérstök málefni, leyfi ég mér að birta nokkurar leiðrétt- ingar, svo stuttar sem unnt er, til skýringar. Tímaritið „Scientific American“ ætlaði ekki að „fletta ofan af svikurum, sem höfðu haft fé út úr þúsundum manna, og áttu sök á því, að fjöldi manns hafði misst vit- ið“. Tímaritið hét 2500 dollara verðlaunum miðli, sem sýndi áreiðanlegt fyrirbrigði (objective psychic phenome- non) að dómi fimm manna nefndar. í nefndinni voru tveir prófessorar, tveir æfðir en mjög gagnrýnandi sálarrann- sóknamenn og Houdini. Ritari á fundunum átti að vera meðritstjóri tímaritsins, en ekki hafa dómsatkvæði. Hon- um tókst að fá frægan miðil, „Margery“ að gervinafni, til að halda fundi. Hún var ekki „alræmd“, eins og í grein- inni í tímariti yðar segir, en hún og maður hennar, dr. Crandon, mikilsmetinn og lærður læknir og prófessor, al- kunn fyrir göfugmennsku og höfðingsskap. Nú yrði of langt að skýra frá fundunum, en niðurstað- an varð eiginlega engin. Þó dæmdi einn nefndarmaður, að Margery hefði unnið verðlaunin, og hallaðist meðritstjór- inn að því, en hann átti ekki atkvæðisrétt. Þrem nefndar- mönnum þótti fyrirbrigðin merkileg, en töldu sig þó ekki hafa fengið fullgildar sannanir. Enginn þeirra bar Mar- gery neinum svikum. Houdini einn taldi hana bera að brögðum, byggt á því einu, sem í hinni íslenzku þýðing greinar yðar er nefnt reglustika, en var fjórsamanbrotinn mælikvarði, sem trésmiðir nota. Hann einn hafði sagt fyrir um og gengið frá útbúnaði á kassa, sem miðillinn sat í, og var hann grunaður um, að hafa sjálfur sett þar kvarðann. Stjórnandi miðilsins bar það beinlínis á hann, en honum var mikið um að gera að geta sannað svik og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.