Morgunn - 01.06.1943, Síða 95
MORGUNN
89
(áður en Houdini dó), var flutt mér til fullnustu af
Arthur Ford“. Og sjö árum eftir þetta, er því var enn
haldið á lofti, að hun hefði neitað að hafa nokkurn tíma
fengið skeytið, ítrekaði hún enn fyrri yfirlýsingar sínar í
viðtali við R. G. Pressing, ritstjóra sálarrannsóknablaðs
í Ameríku. Aðeins þótti henni á vanta, að hún gæti fengið
samband við hann án miðils, en það getur vitanlega eng-
inn nema hann hafi sjálfur einhvern miðilshæfileika.
Höfundi greinarinnar í „Úrvali“ hefir sjálfsagt verið
ókunnugt um þessar staðreyndir, en þess vegna er leiðin-
legt, að grein hans skyldi þýdd fyrir íslenzka lesendur.
í heimildum mínum finn ég ekki, að frúin hafi verið „á
hundruðum andafunda", eins og komizt er að orði í nefndri
tímaritsgrein, og hún var ekki á neinum fundanna, þegar
dulmálsorðin voru að koma fram hjá Arthur Ford, nema
hinum síðasta, þegar allt skeytið kom. Frú Houdini and-
aðist í febrúarmánuði síðastl.
Þetta er mjög stutt og fljótt yfir farið, en ég vona, að
það nægi til þess að sýna, að þessar tvær hefðarkonur,
frú Crandon og frú Houdini, urðu fyrir ómaklegum árás-
um, en eru báðar hafnar yfir grun um auðvirðileg svik
og ósannindi.
Kristinn Daníelsson.
Bláa eyjan.
Það er óþarfi að kynna lesendum MORGUNS þann
mann, sem talinn er að vera höfundur ágætrar bókar, sem
komin er í íslenzkri þýðing undir þessu nafni. Höfundur-
inn er talinn að vera hinn nafntogaði blaðamaður, mann-
vinur og sálarrannsóknamaður, William Stead, sem fórst
í hinu alkunna Titanic-slysi árið 1912.