Morgunn - 01.06.1943, Blaðsíða 96
90
MORGUNN
Stead var afburðamaður um margt og auk þess gæddur
merkilegum sálrænum gáfum. Á því sviði mun hvað lengst
halda nafni hans á lofti hin ágæta bók „Bréf frá Júlíu“,
sem framliðin ágætiskona, ungfrú Júlía Ames, skrifaði
með hendi hans. Fáar bækur sálræns eðlis hafa notið ann-
arar eins aðdáunar og hún.
Dóttir Williams Stead, Estelle að nafni, er enn á lífi í
Englandi, og hefir unnið mikið verk fyrir spiritismann.
Skömmu eftir lát föður síns náði hún sambandi við hann,
en með andamyndum og endurminningasönnunum hjá
ýmsum miðlum hefir Stead sannað það með mörgu og
augljósu móti, að hann lifi enn. Hafa verið birtar margar
frásagnir af því, en MORGUNN flutt lesendum sínum
sumar þeirra.
Efni „Bláu eyjunnar" er nokkuð af samræðum þeim,
sem W. Stead átti við dóttur sína eftir að hann fór af
þessum heimi, með aðstoð vandaðs miðils, Pardoe Wood-
man að nafni. Efni bókarinnar skal ekki rakið hér. Það er
hugðnæmt og merkilegt, og vill MORGUNN eindregið
ráða lesendum sínum til að kaupa þessa litlu og ágætu
bók, og lesa hana. Vafalaust munu margir ekki láta sér
nægja að lesa hana einu sinni. Bókina þýddi fyrrv. skóla-
stjóri Hallgrímur Jónsson á vandað mál.
J. A.
Hvað verður eftir dauðann?
Eftir Shaw Desmond.
Miklar bókmenntir eru þegar til, sem fjalla um dauð-
ann. Læknar og aðrir hafa lýst fyrirbrigðunum við dánar-
beðinn og því, sem gerist við skyndilegan dauða í styrjöld-
um. Margsinnis hefir reynzt unnt að ganga úr skugga