Morgunn - 01.06.1943, Qupperneq 99
M 0 R G U N N
93
neskum líkama, sem hefir hægar sveiflur, og förum að
nota eterlíkama, sem hefir mjög örar sveiflur. Þetta end-
urtekur sig í rauninni í hvert sinn, er vér hverfum af ein-
hverju lífssviði tilverunnar og yfir á annað.
Ef sálinni er fyrirvaralaust svipt út úr efnislíkamanum
og látin fara undirbúningslaust að lifa í örari sveiflum,
veldur það henni áköfum og sárum viðbrigðum, eins og ef
oss væri t. d. skyndilega kastað í ískalt vatn. Einhver und-
irbúningur er nauðsynlegur, og undirbúningurinn er fólg-
inn í því, að vér erum snöggvast látin vera í eins konar
undirbúnings-heimi, eins konar millibilsástandi. Þangað
fór Jesús einnig eftir krossdauðann, og það er þetta, sem
Ritningin á við, þegar hún segir oss, að hann hafi „stigið
niður til Heljar“. Þetta millibilsástand á að gera sálinni
auðveldari umskiptin frá þessum heimi til hins komanda.
Þegar einhvern tíma kemur aftur að því, að sálin á að
hverfa frá þriðja sviðinu til hins fjórða, þar sem sveifl-
urnar eru enn örari og efnið enn fínna, verður hún aftur
að lifa um stund á nýju millibils- eða undirbúningssviði,
til þess að henni verði þau umskipti léttari og auðveldari.
Þetta sama endurtekur sig síðan, þegar sálin fer inn á
fimmta, sjötta og sjöunda sviðið. Hvarvetna í tilverunni
verðum vér að deyja til þess að lifna.
Vér getum ekki sagt, að sjöunda, og heldur ekki að sjö-
tugasta og sjöunda sviðið sé það síðasta. „Það síðasta“ er
ekki til!
Ég hefi áður fullyrt, að vér erum líkami, sál og andi.
Enn fremur það, að þegar sálin hverfur úr efnislíkaman-
um, tekur hún með sér annan, innri líkama, sem vér nefn-
um eterlíka, og í honum lifir hún og starfar á eter-sviðinu
eða þriðja sviðinu. En eterlíkaminn hefir utan um sig það,
sem kallað hefir verið „tvífaralíkami“, eða „astral-hýði“,
sem á að skýla honum og gera fæðingu hans inn á þriðja
sviðið auðveldari. Þessar umbúðir hverfa svo utan af eter-
líkamanum, þegar fæðing hans í millibilsástandinu er orð-
in fullkomin.