Morgunn


Morgunn - 01.12.1946, Page 21

Morgunn - 01.12.1946, Page 21
MORGUNN 91 lenzk kirkja því að eins eiga framtíð fyrir sér, að hún með varúð og hófsemi hagnýti sér reynslu spíritista og slái opnum þeim útsýnisglugga, sem hún hefir öðlast á vegum spiritismans. Ritað í nóvember 1946. Jónas Þorbergsson. Faðir hennar vakti yiir henni. Frásögnin, sem hér er birt, er ekki sérlega merkileg fyrir það, að stúlka, sem syrgir ákaft látinn ástvin sinn og þráir vitneskju um hann, sér hann í draumi. En sag- an er merkileg fyrir annað, sem sé það, að látinn faðir stúlkunnar — látinn fyrir níu árum — veit um harm hennar og getur leitt sál hennar til samfunda við þenn- an látna vin, meðan hún sefur og er að nokkuru leyti laus við líkamann. „Ég missti elskaðan vin í orustunni við Neuve Chap- elle (í heimsstyrjöldinni). 1 ákafri sorg minni bað ég Guð um, að mér mætti auðnast að sjá vin minn, þar sem hann vasri nú. Um nóttina dreymdi mig, að ég sæi hann. Hann var í einskonar sjúkrahúsi og var mjög veiklulegur og þreytulegur að sjá, eins og maður, sem er að byrja að hressast af þungum sjúkdómi. En það, sem mér þykir einkennilegt, er, að faðir minn, sem er látinn fyrir níu árum, var með mér og fylgdi mér á fund vinar míns. Ég hafði cdls eklá verið að hugsa um föður minn. Sorgin yfir að hafa misst bezta vin minn, fyllti algerlega huga minn. Haldið þér, að þetta hafi aðeins verið venjulegur draum- Ur? Ég hygg, að hér sé um annað og miklu meira að ræða. Katlileen Connor“.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.