Morgunn


Morgunn - 01.12.1946, Page 33

Morgunn - 01.12.1946, Page 33
MORGUNN 103 uggur. Tundurskeyti hefur hæft skipið, það er að sökkva. Hafðu gætur á öllu. Hinn dásvæfði maður æpti upp yfir sig. Svitinn rann í lækjum af andliti hans og líkama. Auð- sjáanlega leið hann sára hugarangist. Einhver úr hópi á- heyrendanna kallaði til mín. Ég bauð honum að þegja. Ég vissi vel, að maðurinn leið engar þjáningar, en í huga sín- um lifði hann það, er ég var að segja honum. Hann lang- aði auðsjáanlega til að hreyfa sig, en gat það ekki, ég hafði enn ekki sagt honum að gera það. Ég ávarpaði hann að uýju: Vertu viðbúinn, skipið sekkur á næstu mínútunni. Við verðum að stökkva fyrir borð. Við skulum fylgjast að, vertu óhræddur, ég skal gæta þín. Tilbúinn, af stað, syntu, -— syntu af öllum lífs og sálarkröftum, hendur, fætur. Undr- unaróp kvað við í salnum, er hann hlýddi skipunum mínum. Ýmsir risu úr sætum og létu fögnuð sinn í ljósi. Hann synti með stöðugum tökum. Púðarnir hrutu í allar áttir undan átökum hans. Hann hélt áfram engu að síður, hann synti í ímynduðu vatninu. Ég velti honum á bakið og sagði hon- um að fljóta, liggja kyrrum i sjónum. Hann teygði hand- leggina út og hreyfði hendurnar léttilega. Ég virti vöðva hans fyrir mér, þeir voru afskaplega máttlitlir. Jafnvel raf- uiagns- og nuddaðgerðir þær, sem notaðar höfðu verið við hann, höfðu ekki megnað að halda þrótti hans við. En ör- lítið af orku þeirra var þó enn til í þeim. Að lokum hvíldi eg hann. Við létum hann aftur í stólinn og hvíldum hann Um stund. Eftir nokkrar mínútur bauð ég honum að gleyma öllu því, er hefði gerzt, sagði honum, að hann fyndi ekkert til er liann vaknaði og honum yrði þá unnt að nota vöðva sína eins og áður. Hann virtist undrandi, er hann vaknaði í sömu stelling- um og þegar hann sofnaði, en hann hugði enn, að hann væri nflvana. Réttu upp hendurnar, sagði ég. Komdu til mín. Þú Veizt, að þú getur það. Hálf hikandi fór hann að reyna, en Þá rann upp ljós fyrir honum. Hann hrópaði upp af fögnuði °g rétti fram hendurnar. Hann settist nú upp og fann, að hann gat notað fæturna. Á sama augnabliki stóð hann upp,

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.