Morgunn


Morgunn - 01.12.1946, Page 46

Morgunn - 01.12.1946, Page 46
116 MORGUNN í ljós af vitund þeirri, er nefndi sig Doyle, hafi verið endur- varp af hugsunum frá sál hins látna Doyle, er með ein- hverjum hætti hafi kristallast í rúminu, svo að miðlin- um hafi verið unnt að nema þær í sambandsástandinu, líkt og útvarpstækið er stillt í samband við útvarpsstöð". Þessi skýrgreining var talin hin merkilegasta nýjung, er hún birtist. og sumir töldu hana valda straumhvörfum í þessum málum. En var þetta í raun og veru svo? Ég hef þegar sett fram þá tilgátu, að persónuleikur undirvitund- arinnar kunni að vera sálin, og þá virðist ekki þurfa neina sérstaka skarpskyggni til að spyrja: Var það sál Doyle’s, sem Price átti samræður við? Ég minni aftur á son Mar- dells, er andlega fylgdist með föður sínum um Lundúna- borg, og ennfremur á skilaboð þau, er læknirinn látni notaði undirvitund Arthurs til að flytja syni sínum. Bæði þessi atvik sanna óvefengjanlega hæfileika persónuleika undirvitundarinnar til að losa sig úr tengslum við jarð- lífslíkamann og starfa utan við hann. Hitt atriðið um læknirinn látna, er sendi syni sínum skilaboðin, sanna, að persónuieiki undirvitundarinnar heyrir, og því skyldi hann þá ekki einnig geta talað, séð og skynjað anda þeirra, er vér köllum látna? Allt bendir því til þess, að andar lifandi manna og framliðinna geti átt dvöl á sam- hæfu tilverusviði. Og — sé persónuleiki mannlegrar und- irvitundar í raun og veru sálin, þá er ekkert furðulegt eða yfirvenjulegt við það, að þessu sé þann veg farið. Sál- in er ódauðleg. Vér getum því ekki ályktað, að hún sé háð takmörkum jarðlífslíkamans. Og sem slík hlýtur hún að eiga sína eigin átthaga. Og ennfremur — sé sálin ódauð- leg, þá getur hún ekki verið afsprengi hverfleikans. En hvaðan kom hún þá? Er ekki heimur sá, er hún kom frá, hinn sami og hún hverfur til? Og sé hún ekki bundin af jarðneskum líkömum vorum, er henni þá ekki unnt að hvarfla að vild sinni um átthaga sína, þegar meðan hér er dvalið, og þrátt fyrir stundar viðskilnað við starfs- tæki sitt haldið uppi tengslum og sambandi við það? Og

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.