Morgunn - 01.12.1952, Blaðsíða 45
Vor.
★
Það var hinn 25. marz árið 1950, að ég sat miðilsfund
hjá Hafsteini Bjömssyni í húsi Sálarrannsóknafélags Is-
lands í Reykjavík. Ég hafði aldrei fyrr verið á „transfundi“
hjá Hafsteini, en bæði heyrt ýmislegt um þá og lesið. Það
gætti hjá mér nokkurrar eftirvæntingar um, hvernig þessi
fundur mundi verða, en ég átti þó ekki von á neinu sér-
stöku fyrir mig. Ég þykist fyrir löngu hafa öðlazt full-
gildar sannanir fyrir áframhaldandi einstaklingslífi eftir
hkamsdauðann. Bjóst ég því ekki við, að á þessum fundi
yrði farið að verja nokkrum tíma til að sanna mér það.
En þetta fór þó öðruvísi.
Mér þykir rétt að taka það strax fram, að engir hinna
sex fundarmanna þekktu mig, og enga þeirra þekkti ég
heldur. Af hálfu stjómar S.R.F.l. sat Ingimar Jóhannes-
son, yfirkennari, fund þennan. Höfðum við aldrei fyrr sézt,
°g ekki vissi ég fyrr en að fundi loknum, hver hann var.
Frú eina, sem var aukagestur á fundinum og sat utan við
hringinn, þekkti ég að vísu í sjón, en sökum hinnar daufu
hirtu, þekkti ég hana ekki fyrr en fundinum var lokið.
Hvað miðilinn snerti, þá vorum við með öllu ókunnir.
Eser hann heldur enga vitneskju um, hverjir muni sitja
fundina hverju sinni.
Eins og venjulega, kom hann nú ekki inn í fundaher-
hergið fyrr en allir fundarmenn voru komnir í sæti sín
°g ljós höfðu verið slökkt, svo að aldimmt var inni. Gekk
hann til sætis síns í myrkrinu. Þegar hann var fallinn í
dásvefn, var aftur kveikt, mjög dauft ljós.
Eftir að aðalstjómandi miðilsins, „Vinur“, hafði ávarp-