Morgunn - 01.12.1952, Blaðsíða 44
122
MORGUNN
mínar um þetta sýnast óneitanlega benda til þess, að vís-
indalegar rannsóknir komi aðeins að haldi að vissu marki,
þ. e. aðeins gagnvart hinum óæðri fyrirbrigðum sálrænnar
reynslu, ef svo má að orði komast, en þær virðast ekki
líklegar til að koma að tilætluðum notum, er um hin æðri
og háleitari er að ræða. Ég held, að það sé engan veginn
rétt að krefjast meir af vísindunum en þeim er unnt að
láta í té, og ég held, að það geti heldur ekki talizt viturlegt
af vorri hálfu að snúa baki við þeim leiðum öðrum, sem
vér kunnum að eiga völ á að nota í viðleitninni til að
reyna að leysa þær leyndardómsfullu gátur, sem blasa
við í framsýn.
En hverjar eru þá þessar „aðrar leiðir“? Ef vér hugs-
um um veg þann, sem brautryðjendur sálarrannsóknanna
mörkuðu með starfi sínu fyrr á árum, leitumst við að
feta sömu slóðir með vakandi ábyrgðartilfinningu, frjáls-
lyndi og víðsýni að leiðarljósi, þá komumst vér að raun
um að fley vort hlýtur að berast inn í dulheima trúar-
reynslunnar. Hnýsniblandin forvitni kemur hér að engu
haldi, ekki heldur tortryggin gagnrýni. Meginskilyrði
þess að fá öðlazt til eignar þá þekkingarvissu, sem fær
orðið grundvöllur hamingju og gæfu, farsældar og öryggis
í framtíð leitandans, er hið einlæga og auðmjúka hugar-
far eitt, er þiggur með skilningi og samræmir lífsbreytni
sína við verðmæti sannleikans án undansláttar og tilláts-
semi við heimshyggjusjónarmiðin, opinberar verðmæti
þeginnar fræðslu í hugsunum, orðum og breytni. Ef þetta
væri almennt viðurkennt, þá væri sálarrannsóknastarfið
jafnframt hafið upp í æðra veldi, og vér yrðum um leið
samherjar og samverkamenn sjáenda og ljósbera mann-
kynsins að fornu og nýju.