Morgunn


Morgunn - 01.12.1952, Blaðsíða 56

Morgunn - 01.12.1952, Blaðsíða 56
134 MORGUNN sjónarvottar að þeim, faðir minn og móðir, Redmond bróð- ir minn, Emily og Louise, eldri systur mínar. Venjulega var farið seint að hátta á heimili okkar, en þetta kvöld voru systur mínar lengur á fótum en venju- lega, sátu hjá móður minni inni í herbergi hennar og voru að segja henni frá bazar í Fortrose, en þær voru nýkomnar þaðan og voru óvenjulega seint á ferðinni. Herbergisgluggi móður minnar var á framhlið hússins. Klukkan um tólf þessa ágústnótt 1879 voru þeir Redmond og .faðir minn að fara upp í herbergi sín. Þeim varð gengið fram í anddyrið og litu út. Daginn eftir ætluðu þeir á fugla- veiðar og voru að bollaleggja um veðurhorfur næsta dag. Sér til mikillar undrunar sáu þeir tvíeykisvagn koma eftir akveginum. Eðlilega bjuggust þeir við að vagninn myndi beygja fram hjá malarstígnum og nema staðar úti fyrir aðaldyrunum, en þeim til enn meiri undrunar ók vagninn fram hjá húsinu og sneri út á gangstíginn, sem lá milli litla beykilundarins og stöngulberjarunnanna. En þetta var aðeins mjór gangstígur, sem lá út að brunarúst- unum, en yfir þær lá dálítil göngubrú. Yfir gangstíg þenn- an lá girðing og var á henni lítið hlið, ætlað gangandi fólki, en þaðan lá gatan út í gegnum skógarbelti og út á akrana handan við. „Nemið staðar!" kallaði faðir minn. „Þarna er engin akbraut!“ En ökumaðurinn sinnti aðvörun hans ekki hið minnsta og hélt áfram. Þegar ökumaðurinn kom út að brunastaðnum, sneri hann við og stefndi nú yfir gras- flötina framan við húsið. Þegar móðir mín og systur heyrðu köllin í pabba fóru þær út að glugganum og litu út. Þær sáu allar vagninn jafn greinilega og skýrt. „Hvaða vandræði eru að tarna,“ sagði móðir mín, „þessi þungi vagn eyðileggur grasflötina alveg,“ en hún var þá mjög gljúp eftir rigningar. Það hefði ekki síður átt að vekja athygli þeirra eða verða þeim umhugsunarefni, hvernig ökumanninum tókst að aka fram hjá stórum lárberjarunn- um, blómabeðunum og skrautblómaklösunum. Þær virðast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.