Morgunn - 01.12.1952, Blaðsíða 70
148
MORGUNN
hafi fjölskyldunni verið ljóst, að þessi gamla frú hefði
aldrei leyft það í lifenda lífi, og Home hafi skynjað hugs-
anir fjölskyldunnar um þetta.
Vitanlega er enginn snefill af sönnun til fyrir því, að
um svo ýtarlegan hugsanaflutning eða huglestur geti verið
að ræða, hvað þá hitt, að hugsanir kirkjugarðsvarðarins
og fjölskyldunnar hafi getað tekið á sig svo fastar myndir
fyrir sjónum Homes, að hann hafi getað séð konuna ganga
ljóslifandi um húsið, heyrt skrjáfið í fötum hennar og
heyrt orðin af vörum hennar. I þessu tilfelli, eins og svo
mörgum öðrum, þegar meta skal sannanagildi sálrænu
fyrirbæranna, verður að vega og meta líkurnar og draga
niðurstöðurnar af þeim,-
Ýms sálræn fyrirbæri hafa verið vottfest, sem miklu
síður verða vefengd en þessi vitrun Homes. Ut í það vinnst
mér ekki timi til að fara frekar í kvöld, enda hefur þeirra
þrásinnis verið áður getið á félagsfundum vorum. En dæm-
in, sem ég hef tekið að þessu sinni, svo merkileg sem þau
eru, sýna, hve afar miklum erfiðleikum er bundið að fá
æskilegar sannanir. Um fyrirbærin er oft talað af allt of
lítilli varfærni af spíritistunum sjálfum, og það verður efa-
semdamönnunum, hinum gallhörðu rengingamönnum, að
ljúfu umræðuefni. Ennfremur verður að gera hinar ströng-
ustu kröfur um sannleikshollustu til þeirra, sem sögurnar
segja, og ekki þá til miðlanna sízt. Margir unnendur sálar-
rannsóknamálsins hafa gefizt upp við að fást við málið,
vegna þess að grandvarleiki og sannleiksást miðlanna brást
þeim.
Til þess að sannfæra rengingamennina stoðar oft lítið
að halda að þeim einstökum fyrirbrigðum. Það er hin
víðari yfirsýn yfir málið, sem sannfærir bezt. Þar er enn
í fullu gildi það, sem fyrsti forseti félags vors, Einar H.
Kvaran, reit í bók sinni: Trú og sannanir, fyrir 34 árum.
Þar segir hann:
„Ef ég væri spurður að því, hvað af því, sem talið sé
sannanir fyrir ósýnilegum heimi og sambandi við fram-