Morgunn


Morgunn - 01.12.1952, Blaðsíða 28

Morgunn - 01.12.1952, Blaðsíða 28
106 MORGUNN um leiðum og um lönd, sem oss eru ókunn, undir hand- leiðslu hans, sem gleymir engri mannssál og er að leiða allt líf að markmiðum, sem vér greinum heldur engan veginn til fulls. En hvað vitum vér þá um Natanael? Auk þess, sem guðspjallsfrásagan greinir, ekkert annað en það, að Jó- hannesarguðspjall segir oss, að hann hafi verið einn læri- sveinanna sjö, sem Kristur birtist upprisinn við Tíberías- vatnið. Þar á hann hina síðustu jarðneska samfundi við Jesú, en guðspjall þessa dags greinir frá því, er fundum þeirra bar saman í fyrsta sinn. Jesús hefur unnið Filippus frá Betsaida á mál sitt, en hann gengur rakleiðis á fund Natanaels, sem virðist hafa verið vinur hans, og segir honum fagnandi, að hann hafi fundið mannkynslausnarann, sem Móse og spámennirnir hafi ritað um og boðað að fæðast mundi. En Natanael er ekkert ginkeyptur við slíkum fullyrð- ingum, hann ætlar ekki að láta sannfærast af neinu, sem ekki hafi við full rök að styðjast, og spyr kuldalega: „Get- ur nokkuð gott verið frá Nazaret?" En Filippus er ekki heldur nokkur heimskingi, hann veit fyrir fram, að rök- ræðumar enda oft í einskisverðum stælum, en hann trúir staðreyndunum og segir við Natanael: „Kom þú og sjá!“ Þeir fara saman vinirnir tveir á fund Jesú, en Natanael fer sannfærður af þeim fundi. Af hverju sannfærðist hann? Hann sannfærðist af dular- gáfu Jesú, hæfileika, sem nú á tímum er kallaður fjarsýnis- gáfa og er í því fólginn, að menn geta skynjað, oftast að- eins séð, en stundum einnig heyrt, það, sem í fjarlægð er að gerast. Fjölmörg dæmi þess eru til fram á þennan dag, þau hafa víða um lönd varðveitzt í þjóðsögum og miður áreiðanlegum helgisögum, en það er fyrst eftir að sálar- rannsóknir nútímans koma til sögunnar, að farið er að vottfesta þau og gera þau þann veg fyllilega trúverðug. Þó vitum vér ekki með nokkurri vissu, hvernig þessi dular- fulli hæfileiki starfar. Stundum virðist svo sem eitthvert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.