Morgunn


Morgunn - 01.12.1952, Page 56

Morgunn - 01.12.1952, Page 56
134 MORGUNN sjónarvottar að þeim, faðir minn og móðir, Redmond bróð- ir minn, Emily og Louise, eldri systur mínar. Venjulega var farið seint að hátta á heimili okkar, en þetta kvöld voru systur mínar lengur á fótum en venju- lega, sátu hjá móður minni inni í herbergi hennar og voru að segja henni frá bazar í Fortrose, en þær voru nýkomnar þaðan og voru óvenjulega seint á ferðinni. Herbergisgluggi móður minnar var á framhlið hússins. Klukkan um tólf þessa ágústnótt 1879 voru þeir Redmond og .faðir minn að fara upp í herbergi sín. Þeim varð gengið fram í anddyrið og litu út. Daginn eftir ætluðu þeir á fugla- veiðar og voru að bollaleggja um veðurhorfur næsta dag. Sér til mikillar undrunar sáu þeir tvíeykisvagn koma eftir akveginum. Eðlilega bjuggust þeir við að vagninn myndi beygja fram hjá malarstígnum og nema staðar úti fyrir aðaldyrunum, en þeim til enn meiri undrunar ók vagninn fram hjá húsinu og sneri út á gangstíginn, sem lá milli litla beykilundarins og stöngulberjarunnanna. En þetta var aðeins mjór gangstígur, sem lá út að brunarúst- unum, en yfir þær lá dálítil göngubrú. Yfir gangstíg þenn- an lá girðing og var á henni lítið hlið, ætlað gangandi fólki, en þaðan lá gatan út í gegnum skógarbelti og út á akrana handan við. „Nemið staðar!" kallaði faðir minn. „Þarna er engin akbraut!“ En ökumaðurinn sinnti aðvörun hans ekki hið minnsta og hélt áfram. Þegar ökumaðurinn kom út að brunastaðnum, sneri hann við og stefndi nú yfir gras- flötina framan við húsið. Þegar móðir mín og systur heyrðu köllin í pabba fóru þær út að glugganum og litu út. Þær sáu allar vagninn jafn greinilega og skýrt. „Hvaða vandræði eru að tarna,“ sagði móðir mín, „þessi þungi vagn eyðileggur grasflötina alveg,“ en hún var þá mjög gljúp eftir rigningar. Það hefði ekki síður átt að vekja athygli þeirra eða verða þeim umhugsunarefni, hvernig ökumanninum tókst að aka fram hjá stórum lárberjarunn- um, blómabeðunum og skrautblómaklösunum. Þær virðast

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.