Morgunn - 01.06.1956, Qupperneq 13
MORGUNN
7
komst eins og geisli í grafarhúm kalt“, segir Stefán G. um
vantrúna, — og þó að þetta sé ef til vill sjaldgæft, er ekki
astæða til að efa orð skáldsins um reynslu sína. Það getur
verið mikill andlegur léttir, að losna við þröngar og óskyn-
samlegar kenningar, kenningar, sem gera lífið gleðisnauð-
ara, tilveruna óskiljanlegri og ægilegri en annars myndi
vera. Það er bót að losna við hjátrú og ótta við eilífa út-
skúfun. Það er hugfróun að vera laus við hugmyndina um
reiðan guð, sem þarf blóðfórna til að sefast og geta fyrir-
gefið. Það eru eflaust margir, sem eru sárglaðir yfir að
Vera lausir við kenningar kristinnar kirkju um þrenn-
ingarlærdóminn, yfirnáttúrlegan getnað Jesú, syndafall-
lð og friðþæginguna. Reyndar má leggja þessar kenning-
kr þannig út, að þær verði að einhverju leyti sannar í
óeiginlegri merkingu, og þær virðast lífsnauðsyn fyrir
suma. Þess vegna er ef til vill heppilegt að láta þær ganga
sér til húðar óáreittar, unz þróunin eyðir þeim smátt og
smátt, og annað betra kemur í staðinn. Boðskapurinn um
föðurkærleika guðs hlýtur að vera aðalatriði kristindóms-
ins. Það er að vísu erfitt að trúa á hann út frá reynslu og
gangi þessa heims, en því dásamlegri er vissa Jesú um
þann ltærleika, um það, að tilveran sé í innsta eðli sínu góð
°g kærleiksrík.
Markús Árelíus Rómverjakeisari (161—180 e. K.), hinn
Ugætasti maður, er í „Hugleiðingum“ sínum á báðum átt-
um um það, hvort sé eðli tilverunnar, „guðirnir eða atóm-
ln“, hvort heiminum ráði forsjón, gædd skynsemi og kær-
leika, eða blind hending. En hann lifði í þeirri trú, að allt
samverkaði til góðs, og þó hafði hann enga vissu né fasta
trÚ á lífi eftir þetta. Dæmi hans sýnir, hve langt og hátt
Uiá komast á möguleikanum einum saman, án stuðnings
trá æðri opinberun. Að vísu er lífsskoðun hans göfug og
kreystileg, hann sá fánýti allra veraldlegra hluta, en lifði
þess að gera skyldu sína. En hugblær hans er dapur-
legur, þar vantar hina björtu von. Þar vantar hina öruggu
fullvissu, sem Jesús hafði til að bera, — hið einfalda,