Morgunn - 01.06.1959, Síða 7
Úr ýmsum áttum
Eftir ritstj.
★
Eins og sagt var frá í síðasta hefti MORGUNS og
tvær ræður frá afmælishátíðinni í þessu hefti bera vitni,
varð Sálarrannsóknafélag íslands 40 ára á liðnum vetri.
Á þessum 40 árum hafa mörg félög fæðzt og dáið hér á
landi sem annarsstaðar. Og margir spáðu því þá, að Sál-
arrannsóknafélagið myndi ekki ná þessum aldri. Á ýmsu
hefir að sjálfsögðu oltið um meðlimafjölda, en hann er nú
um 600. Sennilega er það einkum vegna
Frá S.R.F.t. hörgúls á góðum miðlum, að félagsstarf-
semin hefir ekki ævinlega verið svo fjöl-
Þætt, sem æskilegt væri, síðustu árin. Leitað hefir verið
eftir að fá til félagsins góðan, erlendan miðil, en ekki
tekizt. Verulega góðir miðlar eru allsstaðar fágætir, og
þeir þurfa flestir langrar og vandasamrar þjálfunar við,
fyrr en almenningur getur notið starfskrafta þeirra. Með
hliðsjón af því samþykkti síðasti aðalfundur S. R. F. í. að
efla útgáfustarfsemi félagsins. En hlutverk þess er fyrst
og fremst að kynna málið þjóðinni. Þessvegna leizt aðal-
fundinum ráðlegast, að auka nú um sinn útgáfustarf-
semina og verja til hennar vöxtum af eignum félagsins,
sem nú eru verulegar og að mestu bundnar í húseign
á ágætum stað í Reykjavík.
I desember næsta vetrar verður minnzt aldarafmælis
skáldsins Einars H. Kvarans, sem var
Aldarafmæli brautryðjandi þess máls hér á landi, er
S. R. F. í. berst fyrir. Mun því árbók fé-
lagsins, er félögum verður send í póstkröfu — og er ár-
1