Morgunn - 01.06.1959, Blaðsíða 39
MORGUNN
33
hefði gjarnan viljað sýna þér kolanámuna líka, en það
er ekki hægt vegna þess, að nú er írídagur, og lyftan er
þessvegna ekki í gangi“. Annað dæmi man ég af ungum
liðsforingja, sem ég þekki Látinn félagi hans vitraðist
honum og sagði við hann, að þeir myndu hittast aftur
á tilteknum degi. Þennan dag var liðsforinginn í skot-
gröfum sínum og síðla kvöldsins fór hann að óska sjálf-
um sér til hamingju með það, að hann væri sloppinn,
ekkert yrði úr því þennan dag, að hann færi til funda við
látna vininn. En um kl. 10 þetta kvöld kom yfirforinginn
til hans í skotgröfina og sagði: ,,Ég er hræddur um að
ég verði að fela þér erfitt verk. Við verðum að vita,
hvort nokkur lík af okkar mönnum liggja enn við þýzku
víglínuna. Taktu nokkra menn með þér og rannsakaðu
staðinn“. Nú var hann sannfærður um, að örlög sín væru
ráðin, og aðstoðarmaður hans, sem hafði heyrt söguna,
fór að gráta. Ungi liðsforinginn var svo sannfærður um,
að dauðinn biði sín, að hann skildi flokkinn, sem átti að
hjálpa honum, eftir á friðuðmn stað, honum fannst
óþarfi að vera að fórna þeim einnig. Hann hélt áfram
einn, lauk leitinni, sem honum var falin, komst heilu og
höldnu til baka, og ekkert kom fyrir hann. Dæmi eins og
þetta eru hughreystandi fyrir þá, sem fyllast kvíða af
hverjum spádómi og hugboði um hrettur. Vera kann, að
eitthvert afl — máske bænin — geti breytt forlaga-
rásinni.
Vér skulum nú snúa oss að nokkurum sögum, sem bera
þess ákveðnari svip, að þar séu ójarðnesk öfl að verki.
Mig langar til að tjá þakkir mínar hr. Harold Furniss
fyrir nákvæmni hans, þegar hann vann að safni sínu af
frásögum um glæpi.
Fyrst ætla cg að taka til meðferðar söguna um morðið
á Davies undirforingja, sem myrtur var í Skotlandi árið
1749. Hann var í herliðinu, sem hafði verið skilið eftir
í varúðarskyni, eftir að sigrazt hafði verið á uppreisn
Karls prins. Eins og aðrir félagar hans leitaði hann eftir
3