Morgunn - 01.06.1959, Blaðsíða 75
MORGUNN
69
sviðið út. Þekkingarþrá mannsins er óslökkvandi, og þar
sem þekkinguna þrýtur, tekur trúin við. Vér rekum oss
sífellt á það í hinum marghrjáða heimi vorum, að þegar
lögmál þekkingarinnar bregðast, þá er trúin hælið, sem
ekki bregst. Trúin á alheimsstjórn, sem efnishyggjumað-
urinn kallar svo, en er í raun réttri ekkert annað en við-
urkenning hans á tilveru guðs, sem standi að baki allrar
tilverunnar.
Eitt aðalsmerki mannsins er þekkingarþorsti hans.
Hann er flestum í blóð borinn við hliðina á trúarþörf-
inni. Sjáifur höfundur kristinnar trúar bauð svo: leitið
og þér munuð finna. Þróun mannsandans og framfarir
þær, sem orðið hafa á flestum sviðum, hafa skapazt af
þessu viðhorfi mannsins. Hann hefir leitað og fundið, og
hver nýr fundur hefir knúið hann áfram til nýrrar leit-
ar. Hver uppgötvun hefir skapað ný viðfangsefni, nýja
útsýn yfir tilveruna. Og ennþá fer því fjarri, að vér
eygjum endimörkin, og megum leggja árar í bát um leit-
ina.
En hefir allt þetta brauk fært mannkyninu þá blessun
og fullnægju, sem vænta mætti? Enginn vafi er á því, að
leitin sjálf og þær uppgötvanir, sem mennirnir hafa
gert, hafa fært mörgum gagn, og illa værum vér settir,
ef oss vantaði allt það, sem unnizt hefir á liðnum árum
og öldum. Ekki tjóar að neita slíku. En þó hljótum vér
samt að bera ugg í brjósti. Vald mannanna yfir náttúr-
unni hefir aukizt, en siðferðisþróttur þeirra ekki að sama
skapi. Mál þeirra hefir því orðið sem hljómandi málmur
og hvellandi bjalla. Þeir hafa eignazt valdið, hlotið drjúg-
an skerf þekkingarinnar, en misst sjónar á kærleikanum.
En leit mannanna hefir sem betur fer ekki verið bund-
in við efnið eitt. Frá ómunatíð hefir maðurinn lagt fyrir
sig sömu spurningarnar: Hvaðan kem ég og hvert fer
ég? Sjónarsvið vort er þröngt, en vér rýnum út í þokuna
fyrir utan og spyrjum, hvað þar sé geymt. Vér horfum
á eftir samferðamönnum vorum inn fyrir tjaldið mikla