Morgunn


Morgunn - 01.06.1959, Síða 75

Morgunn - 01.06.1959, Síða 75
MORGUNN 69 sviðið út. Þekkingarþrá mannsins er óslökkvandi, og þar sem þekkinguna þrýtur, tekur trúin við. Vér rekum oss sífellt á það í hinum marghrjáða heimi vorum, að þegar lögmál þekkingarinnar bregðast, þá er trúin hælið, sem ekki bregst. Trúin á alheimsstjórn, sem efnishyggjumað- urinn kallar svo, en er í raun réttri ekkert annað en við- urkenning hans á tilveru guðs, sem standi að baki allrar tilverunnar. Eitt aðalsmerki mannsins er þekkingarþorsti hans. Hann er flestum í blóð borinn við hliðina á trúarþörf- inni. Sjáifur höfundur kristinnar trúar bauð svo: leitið og þér munuð finna. Þróun mannsandans og framfarir þær, sem orðið hafa á flestum sviðum, hafa skapazt af þessu viðhorfi mannsins. Hann hefir leitað og fundið, og hver nýr fundur hefir knúið hann áfram til nýrrar leit- ar. Hver uppgötvun hefir skapað ný viðfangsefni, nýja útsýn yfir tilveruna. Og ennþá fer því fjarri, að vér eygjum endimörkin, og megum leggja árar í bát um leit- ina. En hefir allt þetta brauk fært mannkyninu þá blessun og fullnægju, sem vænta mætti? Enginn vafi er á því, að leitin sjálf og þær uppgötvanir, sem mennirnir hafa gert, hafa fært mörgum gagn, og illa værum vér settir, ef oss vantaði allt það, sem unnizt hefir á liðnum árum og öldum. Ekki tjóar að neita slíku. En þó hljótum vér samt að bera ugg í brjósti. Vald mannanna yfir náttúr- unni hefir aukizt, en siðferðisþróttur þeirra ekki að sama skapi. Mál þeirra hefir því orðið sem hljómandi málmur og hvellandi bjalla. Þeir hafa eignazt valdið, hlotið drjúg- an skerf þekkingarinnar, en misst sjónar á kærleikanum. En leit mannanna hefir sem betur fer ekki verið bund- in við efnið eitt. Frá ómunatíð hefir maðurinn lagt fyrir sig sömu spurningarnar: Hvaðan kem ég og hvert fer ég? Sjónarsvið vort er þröngt, en vér rýnum út í þokuna fyrir utan og spyrjum, hvað þar sé geymt. Vér horfum á eftir samferðamönnum vorum inn fyrir tjaldið mikla
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.