Morgunn - 01.06.1959, Blaðsíða 65
MORGUNN
59
lærdómurinn. Aðrir trúðu þessu bókstaflega — en varla
sér til nokkurrar sálubótar — og gera það sumir enn
í dag.
En á þessari öld hefur hér á orðið stórfelld breyting,
hrein bylting í hugsunarhættinum. Og það er verk Sálar-
rannsóknafélagsins og hinna ágætu forvígismanna þess
að verulegu leyti, já, að langmestu leyti, er mér óhætt að
segja. í dag má hiklaust segja, að skoðanir yfirgnæfandi
meiri hluta þjóðarinnar á lífinu eftir dauðann mótist af
sálarrannsóknunum og niðurstöðum þeirra. Hugsandi
mönnum er að skiljast það, að maðurinn verði ekki að
nýrri veru, alsælum engli í himnaríki eða fyrirdæmdum
vesalingi í eilífum kvölum við það eitt að losna úr þess-
um jarðneska líkama. Mönnum er að skiljast, að frels-
andi máttur Guðs og fyrirgefandi elska nær langt út yfir
gröf og dauða og að hann gefur öllum ekki aðeins áfram-
haldandi líf heldur einnig möguleikann til þess, handan
við þetta jarðlíf, að bæta fyrir það, sem við höfum van-
rækt eða misgjört og halda áfram að taka framförum
þroska. Og að í þessu sé hin sanna hamingja og sæla
fólgin bæði þessa heims og annars. Enn fremur benda
niðurstöður sálarrannsóknanna ótvírætt til þess, að þeir,
sem farnir eru á undan okkur haldi áfram að minnsta
kosti að nokkru leyti, að muna jarðlíf sitt, þykja vænt
um ástvini sína hér og fylgjast með líðan þeirra og
kjörum, og að hinum framliðnu takist einnig, þegar rétt
skilyrði eru fyrir hendi, að ná sambandi við vini sína
hér, leiðbeina þeim og hjálpa á margvíslegan hátt.
Fyrir þessu hafa þeir, sem fengizt hafa við sálarrann-
sóknir bæði hérlendis og erlendis, stöðugt verið að íæra
sterkari og fleiri rök, svo sterk og svo mörg, að sá, sem
á annað borð vill kynna sér þau, getur ekki látið þau
eins og vind um eyrun þjóta. Sannleikurinn er sá, að
þessi rök eru þegar orðin svo sterk og margþætt, að
margt það, sem við nú gleypum við sem vísindalegum
sannleika, er sízt betur rökstutt.