Morgunn


Morgunn - 01.06.1959, Blaðsíða 21

Morgunn - 01.06.1959, Blaðsíða 21
MORGUNN 15 megin tjaldsins, hlyti sú vitneskja að vera það, sem heimurinn þarfnaðist mest á þessum þrengingarárum. Þegar Conan Doyle hafði, fyrir eigin rannsóknir, öðl- azt fulla sannfæringu um, að sambandið væri mögulegt og að spiritistar byggðu kenningar sínar á staðreyndum, stóð ekki á honum að standa við þessa sannfæringu sína. Árið 1916 gaf hann í tímaritinu ,,Light“ opinbera yfirlýsingu um, að hann væri sannfærður um raunveru- leik hinna spiritisku fyrirbrigða. Og nú tók hann þá ákvörðun, sem gerbreytti lífi hans. Hann ákvað að verja öllum starfskröftum sínum, það sem eftir væri ævinnar, til þess að útbreiða þessi sannindi. Hann kallaði mál- efnið mikilvægasta málið í heimi. Var honum sjálfum Ijóst, hve mikil áhrif einmitt hann gat haft, maður, sem allur heimurinn þekkti og myndi vilja hlusta á. Nú var hann sannfærður um, að allt líf hans til þessa hefði að- eins verið undirbúningur að þessu mikilvæga hlut- verki. Gjörði hann sér fulla grein fyrir því, hverju hann myndi þurfa að fórna. Um þessar mundir voru honum boðnir 10 sh. fyrir hvert orð sem hann skrifaði; og þeg- ar við hugsum um verðgildi peninga árið 1916, sjáum við livílíkar feiknaupphæðir Conan Doyle hefir hlotið að fá fyrir ritstörf sín. Hann var að vísu mjög auðugur maður, en fáir hefðu fórnað allri hagnaðarvon, eins og hann gjörði. Sárast fannst honum að hugsa til þess, að vinirnir myndu nú, að minnsta kosti margir, snúa við honum bakinu. Átti hann fjölda vina á meðal hinna gáf- uðustu og menntuðustu manna, ekki aðeins í Englandi, heldur einnig víða um lönd. Það reyndist líka svo, að margir vinanna gátu elcki skilið afstöðu hans, og hann láði þeim það ekki. Um þetta leyti hafði hann fyrir löngu verið aðlaður, í viðurkenningarskyni fyrir sín margvíslegu afrek. Eftir að stríðinu lauk, hafði komið til orða, að sæma hann æðstu tign, sem enska ríkið getur sæmt þegna sína, en afskifti hans af spiritismanum ollu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.