Morgunn - 01.06.1959, Blaðsíða 67
MORGUNN
61
að afla xnálefni sínu jafn hraðvaxandi stuðnings og við-
urkenningar þjóðarinnar eins og það hefur gert fram til
þessa.
Sú ósk er ekki fram borin af umhyggju fyrir félaginu
sjálfu, heldur vegna þeirra mörgu, sem þá mundu fá
opnari augu fyrir gildi, fegurð og dásemdum tilverunnar
og sanna lotning fyrir lífsins herra, aukinn styrk og
huggun í harmi og trega og einlægara traust á kærleika
hins eilífa Guðs, sem fyllir himna og heima og er sterk-
ari en hel.
Sveinn Víkingur.
★
Hereward Carrington
einn kunnasti sálarrannsóknarmaður síðari tíma, andaðist á liðnum
vetri, 78 ára að nldri. Hnnn gekk ungnir í Brezka Sálarrannsókna-
félagi'ð, en fluttist snemma ævinnar vcstur um haf og starfaði þar
til æviloka, mest nð sálarrannsóknum. Tíann reit- margar víðkunnar
bækur, en fncgastar þeirra eru þær, sem liann reit í samvinnu við
Sylvan Muldoon um sálfarir og reynslu manna utan líkamans. Um
þau efni var hann allra manna fróðastur og ritaði um þau af mik-
illi skarpskyggni. Hann var liámenntaður maður á ýmsiun öðrum
sviðum.
í Morgni iiefir hans þrásinnis verið getið, og í bréfi til ritstj.
fyrir allmöigum árum lét hann uppi þá ósk, sem aldrei rættist, að
sjá ísland.