Morgunn - 01.06.1959, Blaðsíða 71
MORGUNN
65
með fögnuði, en bað mig um leið að fylgja sér svo langt
inneftir kirkjunni, sem leyfilegt var undir slíkum kring-
umstæðum, og bíða sín þar. Gerði ég það fúslega. Að
lokinni athöfninni gengum við út. Mér virtist eins og fé-
lagi minn vera glaðari í bragði, kannske var það ímynd-
un ein. Ég spurði hann, hvort hann gengi daglega í
kirkju. Hann kvað svo vera, ef nokkurt færi væri á því,
og bætti við, að hann hefði hálfkviðið fyrir því, að sér
gæfist ekki kostur á kirkjugöngu þenna rnorgun, og því
þætti sér nú stórum betur, þótt ekki hefði verið um
messugerð að ræða.
Einum tveimur stundum síðar kvöddumst við. Nafni
hans hef ég gleymt, og varla mundi ég þekkja hann aft-
ur, þótt fundum okkar bæri saman, en þetta litla atvik
verður mér samt ógleymanlegra flestum smáatvikum,
sem fyrir koma á langri ferð. En hversvegna? mun ein-
hver spyrja.
Því er auðsvarað. Ég kynntist þarna viðhorfi til kirkju-
rækni og trúariðkana, svo gjörólíku því, sem ég hafði
vanizt, eða þekkt áður í umgengni við samferðamenn
mína í lífinu. Mér varð þá þegar hvarflað í huganum
til íslenzkrar skólaæsku og ekki sízt stúdenta, sem ég
bykist hafa haft nokkur kynni af fyrr og síðar. Á mínum
skólaárum að minnsta kosti, hefði sá maður verið vand-
fundinn í vorum hópi, sem hefði látið það verða fyrsta
verk sitt í fyrsta sinn, er hann kom til ókunnugrar stór-
borgar, að fara í kirkju og taka þátt í kirkjulegri at-
höfn. Og ég held satt að segja, að við hefðum flestir
haldið að eitthvað væri bogið við þann mann, sem svo
kynduglega hefði hagað sér. Og mig grunar, að eitthvað
hkt mundi mega segja um unga menn enn í dag.
En um leið hlýtur þeirri spurningu að skjóta upp
í hugann, hvaða vald það sé yfir huga manns, sem knýr
hann til þessa viðhorfs og athafna. Ifvort það sé ein-
ungis vald vanans, af því að honum hafi verið kennt
þetta frá barnæsku. Mai’gir munu segja, að svo sé, og
5