Morgunn - 01.06.1959, Page 9
MORGUNN 3
ónir stjarna kynnu að vera til í alheiminum, þar sem
mannlíf í líkingu við hið jarðneska gæti þróazt.
Danska sálarrannsólcnafélagið hefir lokið skoðana-
könnun um það, eftir aðferðum Gallups, hve margir þar
í landi telji sig hafa orðið fyrir sálrænni reynslu í ein-
hverri mynd. Ellefu af hverju hundraði þeirra, er spurð-
ir voru, tjáðu sig hafa eignazt slíka reynslu persónulega.
Meira en helmingur þessa fólks kvaðst hafa eignazt
merkilega draumreynslu. 37 af hundraði kváðust hafa
fengið reynslu sína vakandi. Víða um
Skoðanakönnun heim er nú lögð áherzla á að safna frá-
í Danmörk sögnum af reynslu fólks, og miklu efni
er búið að ná saman. MORGUNN hefir
þrásinnis kallað eftir frásögum um slíka reynslu fólks
hér á landi, en eftirtekjan hefir ekki svarað því, sem
mátt hefði vænta, annar eins fjöldi slíkra sagna sem er
á ferðinni meðal fólks. Vér ítrekum þá ósk, að fá slíkar
sögur, og gefur ritstj. fúslega leiðbeiningar um, hvernig
skuli skrásetja þær, sé þess óskað.
Á liðnu ári var lögfest með Svíum, að konur ættu full-
an aðgang að prestsembættum þar í landi. Um þetta stóð
mikill styrr, sem naumast verður sagt, að sænsku kirkj-
unni hafi orðið til vegsauka. Kirkjuþingið sænska felldi
með yfirgnæfandi atkvæðafjölda frumvarp ríkisþingsins
um, að veita konum aðgang að embættum í ríkiskirkj-
unni. En kirkjuþingið hefir ekki nema
Kvenprestar frestunarvald. Málið fór enn fyrir ríkis-
uieð Svíum þingið og var enn samþykkt þar með
miklum meirihluta. Svo kom frumvarpið
enn fyrir kirkjuþingið og þá gerðist það.að kirkjuþingið
Ueyddist til að samþykkja það, og síðan varð það að lög-
um. Þetta varð hið mesta hitamál, en prestar og prélátar
kirkj unnar sænsku áttuðu sig ekki fyrr en þeir heyrðu
braka í máttarviðum kirkjunnar, og raddir urðu æði há-
værar um skilnað ríkis og kirkju. Þá samþykkti kirkju-
í>ingið það, sem það hafði fellt áður. Þessarar óskynsam-