Morgunn - 01.06.1959, Qupperneq 12
6
MORGUNN
Þessi skoðanakönnun á að vera algert einkamál prest-
anna og þeirra, sem atkvæðisrétt hafa, og ætti þeim að
vera auðgert að halda virðulegri leynd um það. En svo
brá við, að óðara og úrslit prófkjörs urðu kunn stjórn
Prestafélags íslands og áður en þorri prestanna vissi úr-
slitin, komu fréttirnar og meira að segja tölurnar sjálfar,
í sumum dagblaðanna. Almenningur spui'ði undrandi:
Hvemig víkur þessu við? Kunna ekki sálusorgarar fólks-
ins sjálfir að virða þagnarskyldu og hlýða henni? Mönn-
um fannst sem hér hefði hin vígða stétt átt að gæta meiri
virðuleika. Biskupskjörinu fylgdi eftirleikur, sem einnig
vakti athygli. Bræðralag heitir félag
Eftirleikur stúdenta, sem mjög margir prestar eru
félagar í og var upphaflega stofnað um
frjálslyndan kristindóm. Frá upphafi var vitað, að nokk-
ur hópur þeirra var einráðinn í að kjósa til biskups þann
guðfræðing, sem kosinn var. Datt engum í hug, að þeir
væru ekki fullkomlega sjálfráðir um það. En jafn eðli-
legt var hitt, að þeir prestar innan félagsins, sem ein-
dregið vildu fremur kjósamann, er stæði kristindómsskoð-
unum þeirra nær, hefðu samtök með sér. Þeir fóru þá
eðlilegu leið, að skrifa trúnaðarbréf vinum sínum í
Bræðralagi, og að sjálfsögðu þeim einum, sem kosningar-
rétt höfðu. En þá gerðist það, að einn prestanna í félag-
inu fór með trúnaðarbréf sitt í eitt dagblaðanna, Alþýðu-
blaðið, sem birti bréfið með undirskriftum. Menn spurðu
aftur undrandi: Getur þetta gerzt meðal presta ? Og enn
varð eftirleikurinn sá, að allmargir guðfræðistúdentar og
ungir guðfræðingar og einn prestur sögðu sig úr félag-
inu fyrir þá sök, að allmargir prestanna í félaginu vildu
enn standa við þá hugsjón, sem félagið var í byrjun
stofnað um. Eftir að farið var að minnast á þetta mál
á opinberum vettvangi, greip enn fremsti guðfræðingur
iandsins, sra Guðmundur Sveinsson skólastj. í Bifröst
penna og skrifaði prýðilega grein um málið, og kom hún
í Alþ. blaðinu. f þessu forspili og þessum eftirleik