Morgunn - 01.06.1959, Blaðsíða 19
MORGUNN 13
sakaður um, gátu ekki verið framdir af manni með svo
takmarkaða sjón.
Nú sýndi Conan Doyle, að álit fólksins á honum sem
skörpum leynilögreglumanni var á rökum reist. Hann
byrjaði að rannsaka málið frá upphafi og niður í kjöl-
inn, og hætti ekki fyrr en sökudólgurinn var fundinn.
En það kostaði hann margra ára erfiði og baráttu, þar
sem honum gafst tækifæri til þess að beita öllu sínu
þreki og baráttuhug. Það voru ensku dómstólarnir, sem
voru honum einna erfiðastir viðfangs. Það tók hann sárt
að þurfa að sannreyna, hve lítils ýmsir málsmetandi
menn úr þeirri stétt mátu réttlætið. Þeir hengdu sig
í lagabókstafinn, og þröngsýni þeirra og vöntun á virð-
ingu fyrir sannleikanum hefir hlotið að ofbjóða svo mikl-
um drengskapannanni, sem Conan Doyle var. Þá var
mjög erfitt að fá tekin upp mál að nýju, og í raun og
veru enginn hæstiréttur til. En barátta Conan Doyles
i þessu máli, sem endaði moð fullri uppreisn Edalji,
varð til þess, að hæstiréttur var stofnaður. Afskifti
Conan Doyle af þessu sérkennilega máli urðu því mjög
áhrifarík og til mikillar blessunar fyrir alla ensku þjóð-
ina. Enda varð þessi barátta og málið allt til þess að
auka á frægð þessa mikilmennis.
Seinna tók Conan Doyle að sér að sanna sakleysi
Oscar Slaters, sem dæmdur hafði verið fyrir morð. Með
mikilli fyrirhöfn og með því að beita öllum sínum miklu
áhrifum, tókst honum að vinna sigur einnig í því máli.
Nú nálguðust örlagaþrungnir tímar. Mörgum var ljóst
að hætta var á, að heimsstyrjöld brytist út. Þá hófst nýr
þáttur í lííi Conan Doyles. Þegar eftir að Englendingai
höfðu sagt Þjóðverjum stríð á hendur, 1 ágúst 1914, var
allur hugur hans bundinn við þetta mikla vandamál
þjóðar hans og alls mannlcynsins. Hann var orðinn of
gamall til þess að fara til vígvallanna, en sonur hans
Eingsley gjörðist sjálfboðaliði. Conan Doyle hugsaði mik-
ið um gang styrjaldarinnar og sá ýmislegt gleggi'a en