Morgunn - 01.06.1959, Qupperneq 20
14
MORGUNN
samtíðarmenn hans. Hafði hann fyrir löngu gert sér
grein fyrir því, hve kafbátahernaður gæti orðið þýðingar-
mikill, og var sannfærður um að Þjóðverjar myndu von
bráðar nota sér þá möguleika án nokkurrar miskunnar.
Varaði hann hernaðaryfirvöldin við þessari hættu, en
enginn lagði í byrjun trúnað á spár hans. Hafði hann
nokkru áður en styrjöldin brauzt út skrifað skáldsögu,
þar sem hann lýsir kafbátahernaði í algleymingi. Eng-
inn lagði þá trúnað á, að nokkuð slíkt gæti átt sér stað
í veruleikanum. Sú varð raunin á, að samskonar atburðir
áttu eftir að skapa föðurlandi hans hvað mesta erfið-
leika og mannfórnir. En eftir því sem leið á styrjöldina,
sáu menn, að þessi hugmyndaríki og skarpi rithöf-
undur hafði séð lengra en snjöllustu hernaðarfræðingar.
Á stríðsárunum fór Conan Doyle oft til vígstöðvanna
í Frakklandi, til þess að fylgjast með atburðunum með
eigin augum. Fjöldi hinna föllnu og særðu var svo gífur-
legur, að honum ofbauð. Kom hann með margar tillögur
um endurbætur á útbúnaði hermannanna, sem gætu ver-
ið þeirn til varnar. Var honum tekið með virðingu af
yfirmönnum hersins, en hinum óbreyttu hermönnum var
hann til uppörvunar. Eftir lok styrjaldarinnar ritaði
hann hið stórmerka rit „Saga heimsstyrjaldarinnar
1914—18“, sem út kom í mörgum bindum.
En einmitt á stríðsárunum hófst lokaþátturinn í lífi
þessa fræga afreksmanns. Sem að líkindum lætur tók
það mjög á hann að sjá blóma æskumannanna falla á
vígstöðvunum. Gjörði hann sér grein fyrir þeim óteljandi
syrgjcndum, sem nú áttu um sárt að binda.
Um 30 ára skeið hafði Conan Doyle haft kynni af
spiritismanum, og þótt málið merkilegt. En honum hafði
aldrei fundizt hann fá fullar sannanir fyrir raunveru-
leik fyrirbrigðanna. Nú fékk hann áhuga á því að rann-
saka málið sjálfur. f>ví honum fannst, að væri það veru-
leiki, að samband væri mögulegt milli ástvina beggja