Morgunn - 01.06.1959, Blaðsíða 28
Gamlir glæpir í ljósi nútíma
þekkingar
Eftir Sir A. Conan Doyle.
★
Þótt sálræu vísindi séu enn í bernsku, er svo komið,
að vér getum krufið marga þá fyrirburði, sem áður fyrr
voru álitnir óskiljanlegir með öllu og jafnvel gefið á þeim
skýringar, að svo miklu leyti, sem unnt er að útskýra
hluti endanlega. Meðan enn er svo að þyngdarlögmálið,
rafmagnið, segulaflið og mörg önnur hinna miklu nátt-
úruafla eru óskýranleg, er ekki sanngjarnt að krefjast
of mikils af yngstu vísindagreininni í heiminum — þótt
hún sé jafnframt þeirra elzt. Samt er það undravert,
hve þessari vísindagrein hefir fleygt fram, undravert,
þegar þess er gætt, að aðeins lítill hópur rannsókna-
manna hefir gert hana að viðfangsefni sínu, og að niður-
stöður þessara manna hafa enn ekki náð til almennings,
og þeim hefir auk þess verið mætt með fyrirlitningu
vantrúarinnar í stað þeirrar virðingar, sem þífil' VGt'ð-
skulduðu. Svo langt erum vér komnir, að af hinum 80—
90 atriðum, sem Dale Owen greinir frá í bók sinni, Foot-
falls, 1859, getum vér nú, 70 árum síðar flokkað þau
niður, svo að segja öll, og skilið þau.
Það væri þessvegna ekki úr vegi, að athuga nokkur
þeirra mála, sem komið hafa fyrir dómstólana og hafa
ýmist verið skýrð sem óvenjulegar tilviljanir, eða dæmi
þess að forsjónin hafi gripið inn í viðburðarásina. Sann-
arlega er ekkert óhugsandi við það að forsjónin grípi í
viðburðarásina, en hún gerir það ekki með því móti að
brjóta náttúrulögmálin. Það hafa menn aðeins haldið