Morgunn - 01.06.1959, Side 35
MORGUNN
29
„Ég veit það vegna þess, að ég sá sýn“, sagði gamli
mormóninn. „Og sönnunin fyrir máli mínu er sú, að lík
hans mun verða grafið úr jörðu innan einnar mílu frá
staðnum, sem þú stendur á“.
Jörð lá undir snjó, þegar þetta gerðist, en á næsta
degi, 18. des., varð nágranni var blóðdropa ekki fjarri
heimili Morthensens. Þar var grafið og upp kom lík Hays.
Gat eftir byssukúlu var í hnakka hans. Morthensen var
tekinn, jataði sektina og var dæmdur til dauða.
Mál þetta er ekki óvenjulegt að neinu öðru leyti en
því, að fyrir réttinum sagði Sharp gamli frá sýn sinni,
sem varð til þess, að málið skýrðist svo fyrirhafnarlítið
sem frá er greint. Það er hægt að geta sér þess til, að
hann hafi logið upp sýninni, en þá má telja það óvenju-
lega tilviljun, að hann skyldi hitta á það rétta um þennan
atburð.
Málið, sem ég segi nú næst frá, er langt um meira
sannfærandi í sálrænum skilningi. í rauninni felst í því
fullnaðarsönnun þess, að þar hafi sálræn öfl verið að
verki, þótt lengi megi rökræða með og móti. Þótt smá-
vegis óvissa kunni að ríkja um nákvæma dagsetningu,
sýnast staðreyndirnar vottfestar svo, að enginn efi geti
komizt að.
Samkvæmt frásögn höfuðaðilans, herra Williams í
Cornwall, var það í maíbyrjun árið 1812, að hann
dreymdi þrívegis sömu nóttina athyglisverðan draum.
Herra Williams var athafnamaður mikill, yfirmaður
nokkurra stórra náma í Comwall. Hann var tíður gestur
i salarkynnum brezka þingsins og átti þangað oft erindi.
I draumi sínum þóttist hann staddur í forsal þinghússins,
en þar vakti maður nokkur, sem gekk þar um í brún-
leitum frakka með málmhnöppum, athygli hans. Skyndi-
lega þóttist hann sjá koma inn í forsalinn annan mann,
iágvaxinn, fjörlegan, í bláum frakka og hvítu vesti. Um
leið og hann gekk fram hjá greip maðurinn í brúnleita
frakkanum upp skammbyssu og skaut lágvaxna manninn