Morgunn


Morgunn - 01.06.1959, Síða 43

Morgunn - 01.06.1959, Síða 43
MORGUNN 37 sérlega ríkar sálrænar gáfur. Þó þarf hann ekki að hafa verið miðillinn, einhver annar hinna sofandi manna í hlöðunni kann að hafa lagt fram skilyrðin. Þessi skilyrði fyrir birtingum framliðinna eru mjög sjaldgæf. Andi framliðins manns getur ekki komizt til vor einmitt þegar hann óskar þess, heldur aðeins þegar skilyrðin eru fyrir hendi. Sérhver ný viðbót við það, sem vér þekkjum, stjórnast af ósveigjanlegu lögmáli, og aðeins með því að læra að þekkja þessi lögmál getum vér öðlast einhvern óljósan sldlning á eðli framhaldslífsins og sambandi þess við hið jarðneska. í þeirri sögunni, sem ég kem nú að, sýnast verkanir framliðinna vera eins vel sannaðar og unnt er að sanna nokkum hlut. Sagan er raunar gömul, en allar skýrslur eru enn fyrir hendi. Árið 1632 bjó í Great Lumley-þorpi, nokkurum mílum fyrir norðan Durham, sjálfseignarbóndi, að nafni John Walker. Frænka hans, að nafni Ann Walker, var bústýra hjá honum. Hún varð barnshafandi, og til þess að forð- ast hneyksli sendi hann hana til borgarinnar Chester-le- Street til konu einnar, frú Carr. Ann Walker sagði henni hvernig ástætt væri fyrir sér, og að frændi sinn hefði heitið sér að sjá vel fyrir henni og barninu. Kvöld eitt barði að dyrum skuggalegur maður, Mark Sharp. Kvaðst hann vera með orðsendingu til stúlkunnar, og fór hún út með honum í myrkrið, en kom aldrei til baka. Frú Carr tilkynnti Walker óðara, hvernig komið væri, en hann kvað það sín ráð, að betra væri fyrir Ann undir þessum aðstæðum að vera meðal ókunnugra, eins og hún væri nú. Gömlu frúna grunaði samt, að ekki væri hér allt með felldu, en fékk ekki aðgert, og stundir liðu fram. Þá bar svo til hálfum mánuði síðar, að malari nokkur, James Graham, var að mala korn í myllu sinni í nokk- urra mílna fjarlægð frá heimili frá Carr. Um miðnætti stóð hann niðri á myllugólfinu, og stóð þá óvænt fyrir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.