Morgunn - 01.06.1959, Page 46
40
MORGUNN
þessi fyrirbrigði lögmáli, sem ekki verður fram hjá kom-
izt. Af þessu máli er einnig bert, að konan, sem svo
herfilega hafði verið farið með, flutti með sér yfir landa-
man-in náttúrlega grc-mju sina og heita löngun eftir að
fá réttlæt.inu fullnægt. Athyglisvert er einnig það, að svo
skjótt fær konan fulla vitund cftir dauðann, að hún sér,
hvernig hinn líflausi líkami hennar er útleikinn. Með
hvaða augum sér hún þetta, má spyrja. Með hvaða aug-
um sér þú í draumum þínum? Hér eru önnur augu en
þau líkamlegu að verki.
Þá skynsamlegu spurningu má bora hér fram, hvernig
á því standi, að hægt sé að myrða saklaust fólk, án þess
að nokkrir yfirjarðneskir hjálpendur reyni að afstýra
slíkum verknaði. Sérfræðingar í glæpamálum geta nefnt
mörg dæmi þess, að saldaust fólk hafi verið dæmt til
dauða og dóminum fullnægt. Hversvegna var þessu fólki
ekki bjargað? Ef hin efnislegu tæki cru ekki fyrir hendi,
geta hinir ósýnilegu ekki hjálpað. Þetta kann að sýnast
iítið réttlæti, en þetta er hliðstætt við það, að skip, sem
hefir loftskeytatæki, getur bjargazt, meðan annað skip,
sem þau tæki hefir ekki, ferst.
Vandamálið um þjáningarnar, sem menn hafa ekki
unnið til en verða þó fyrir, er ein hliðin á hinni miklu
vandaspurningu um bölið og þjáninguna. Við þeirri
spurningu fæst ekkert svar, nema því sé trúað, að í gegn
um hreinsunareld þjáningarinnar verði mannsandinn að
ganga á þroskabraut sinni, og að markmiðið sé svo há-
leitt og stórkostlegt, að leiðirnar séu aukaatriði hjá því.
Vér verðum að grípa til trúarinnar á æðri forsjón til
þess að útskýra þjáninguna. Annars höfum vér ekkert
annað en óskiljanlegt óskópni fyrir augum.
Er hægt að taka þessi óljósu öfl, sem vér sjáum hilla
undir fyrir ofan oss og umhverfis oss, — er hægt að taka
þau í þjónustu mannanna? Það væri vanhelgun að nota
þau í efnalegum tilgangi einum, og ég held meira að
segja, að slíkt mundi hefna sín. Hinsvegar álít ég, að