Morgunn - 01.06.1959, Síða 49
Þegar móðir mín dó, -
★
Þegar ég var ung stúlka, var ég í skóla í Danmörk.
Ég tók ekki þátt í söngtímunum, en fór gjarna niður
í kennarastofu og hlustaði á söngkennsluna.
Það gerði ég einu sinni sem oftar og hafði ánægju
af. Ég var í léttu skapi, allar áhyggjur voru mér fjar-
lægar. Ég var ung og glöð og hlakkaði til framtíðar-
innar.
Meðan ég sat í kennslustofunni og naut þess að hlusta
á sönginn, greip mig skyndilega einhver óskiljanlegur,
andlegur sársauki. Ég vissi enga ástæðu til þessa og
reyndi að berjast á móti „vitleysunni". En þetta greip
mig fastar og fastar, unz ég fór að hágráta, sjálfri mér
til skelfingar og stúlkunum eðlilega til mikillar undrun-
ar. Slíkt var ekki vandi minn. Vinkona mín, dönsk, leiddi
mig upp í herbergi mitt og fékk mig til að leggjast í
rúmið. Ég hágrét og hrópaði í sífcllu: Mamma, mamma,
mamma. Svo sofnaði ég út frá þessari hörmung og svaf
vært.
Þegar ég var vöknuð, var barið á dyrnar. Inn kom
stúlka og sagði mér, að skólastjórinn vildi tala við mig.
Svo fjarri fór því, að mér kæmi nokkur veruleg alvara
til hugar, að ég sagði við sjálfa mig: Þarna kemur það.
Nú á ég að fá ofanígjöf. En kvöldinu áður höfum við,
ég og herbergisfélagi minn, stolizt til að hafa ljós lengur
en leyfilegt var eftir skólareglunum, og höfðum við
breitt svart klæði fyrir rúðu, sem var á hurðinni, svo að
ekki sæist ljósið í herbergi okkar fram á ganginn.
Þá hefur þetta komizt upp, sagði ég við sjálfa mig, og