Morgunn - 01.06.1959, Page 50
44 MORGUNN
var að hugsa ráð mitt á leiðinni til skólastjórans, hverju
ég ætti að svara til.
Skólastjórinn tók á móti mér með símskeyti frá ís-
landi í hendinni: módir mín var dáin. Engan grun hafði
ég haft um, að svo væri komið, þegar hinn óvænti grátur
yfirbugaði mig, og þá hafði ég enga ástæðu til að ætla,
að móðir mín væri feig, hvað þá að hún væri dáin.
Þessa sögu sagði mér og öðru fólki í samkvæmi í
Reykjavík sannorð kona og greind. Þótti mér saga henn-
ar svo athyglisverð, að ég skrifaði söguna upp fyrir
MORGUN.
Jón Au&uns.
★
„Gleymum því aldrei
aö jartilífiS er forskóli aö æðra námi. Glcymum því alclrei, nS trú
vor og trúarlegt uppeldi á að búa oss undir langt um æðri |>jón-
ustu hinu megin líkamsdauðans. Dauðinn ræður ekki úrslitum. Hann
gerir oss í sjálfu sér livorki að betri né verri mönnum. Þótt þú
flytjist úr einu húsi í annað, göfgar sá flutningur ekki sál þína. í
höfuðdráttum ert þú hinn sami í nýja húsinu og þú varst í hinu
gamla. Ef ég geng sem kristinn maður í dauðann, vakna ég aftur
sem kristinn maður í öðru lífi... Dauðinn er hvorki endalok né
heldur byrjun“.
K. L. Reichlt,
norskur trúarbragðafræðingur og trúboði.