Morgunn - 01.06.1959, Page 51
Jón Leifs:
Tveir draumar
★
I. Ráðinn draumur
í ágústmánuði 1928 kom ég heim til íslands, en heim-
ilisfang mitt var þá og lengst af í Þýzkalandi, — síðan
ég hóf nám þar 1916.
Faðir minn, Þorleifur Jónsson póstmeistari, hafði
skrifað mér að í ljós hafði komið við læknisskoðun, að
hann hefði „bólginn blett í maganum“, og virtist það
vera illkynjað.
Heim kominn fékk ég að vita, að sjúkdómurinn væri
krabbamein, og tjáði læknirinn (Halldór Hansen) mér
að meinið væri „inoperabelt“. Ég spurði hve langvinnur
sjúkdómurinn gæti orðið, og læknirinn svaraði: „Ég
hugsa ekki að það geti orðið margir mánuðir".
Síðan fór ég norður í land til að safna þjóðlögum,
övaldi m. a. á Akureyri hjá Sigurði skólameistara Guð-
mundssyni, föðurfrænda mínum, og sagði honum frá
sjúkdómi föður míns. Sigurður, sem var ættfróður mað-
ur, tvískyldur föður mínum, sagði: „I okkar ætt verða
menn 74 ára gamlir“.
Ég hugsaði mikið um þetta, því að faðir minn átti að
verða 74 ára þann 26. apríl næsta ár. Þótti mér tíminn
þangað til vera lengri en lælcnirinn gaf í skyn.
Aftur kominn til Reykjavíkur sá ég litla breytingu á
heilsu föður míns. Til þess að gera hann ekki órólegan,
áleit ég rétt að fara aftur til Þýzkalands með fjölskyldu
mmni eins og upphaflega hafði verið gert ráð fyrir, en