Morgunn - 01.06.1959, Side 53
M 0 R G U N N
47
þangað til að sjá hann og tala við hann, og tók hann öll-
um vel. (Kunnugt er hinsvegar hve önugur hann var í
Vínarborg, þegar einhver vildi heimsækja hann þar.)
Ég fór líka að heimsækja hann, og var hann vingjarn-
legur, rólegur og ánægður í viðmóti, — augun dökk og
ljómandi af lífi, en andlitið rauðþrútið og maðurinn á
bezta aldri. Ekki man ég um hvað við ræddum, en sam-
talið var stutt, af því að mér fannst ekki koma til mála
að trufla lengi slíkan mann.
Þegar ég svo geng þaðan á móti strjálum straumi for-
vitinna, sem allir vilja heimsækja hann, þá er eins og
mér sé sagt af ósýnilegri röddu: „Hann ætlar aö setjast
að á íslandi og mnn búa hér í næstu tuttugu ár“.
Mikill fögnuður grípur mig við tilhugsun þessa, en
jafnframt kemst ég eins og í uppnám, vegna þess að
mönnum sé leyft að trufla hann: Sterk löngun grípur
mig til að láta menn vita þetta og sjá um að hann fái
að vera ótruflaður. Jafnframt hugsa ég: „ísland verður
fyrir bragðið heimsfrægt land, og því og sjálfstæði þess
er nú borgið þegar af þeim sökurn. Þetta þarf að frétt-
ast út um allan heim sem fyrst“.
Þessi hugsun var ákaflega sterk og draumurinn svo
skýr, að um leið og ég vaknaði var ég lengi að átta mig
á því að þetta væri ekki veruleiki.
Móðir mín, sem er draumareynd kona og nú á 85. ári,
óskaði eftir að ég ritaði niður draum þenna, og er það
nú gert.
Reykjavík, 25. apríl 1958.
Jón Leifs.