Morgunn - 01.06.1959, Page 54
Sálarrannsóknafélag íslands,
JtO ár minninfi.
★
Góðir áheyrendur.
I hafróti þeirrar vísindalegu efnishyggju, sem and-
legu lífi ógnaði, fæddist spíritismi nútímans um miðja
síðustu öld. Eins og auðsætt er, höfðu sálræn fyrir-
brigði fylgt mannkyninu óralangt aftur í aldir, og menn
höfðu gert sér þá grein fyrir þeim, að þar væru ójarð-
nesk öfl að verki, meðal annarra menn, sem áður höfðu
lifað á jörðu. Af fyrirbrigðunum í Rochester í Banda-
ríkjunum drógu menn þessa sömu ályktun, og töldu sig
ekki kunna á þeim aðrar skýringar.
1 fyrstu var það ómenntað alþýðufólk eitt, sem varð
vitni að fyrirbrigðum Fox-systranna í Rochester, en
innan skamms fóru menntaðir menn og gáfaðir að gefa
þessum fyrirbrigðum gaum og rannsaka þau, með þeim
vísindalegu föngum, sem fyrir hendi voru, og þá fædd-
ust vísindalegar sálarrannsóknir, eða Psvchical Research,
eins og þessi vísindi hafa verið nefnd á enska tungu.
Þessi nýja hreyfing barst með miklum hraða út um
vestrænan heim, en Island var einangrað, tæknimenning
nútímans var þá enn ekki til, til þess að koma okkur í
það öra samband við umheiminn, sem nú er orðin raunin
á, og á alllöngu leið, unz málið varð verulega kunnugt
hér á landi. Með nokkurum líkum má telja dr. Ólaf Gunn-
laugsson fyrsta íslenzka spíritistann. Iíann var mikill
gáfumaður, sonur Stefáns Gunnlaugssonar bæjar- og
landfogeta og konu hans, Ragnhildar, sem var dóttir