Morgunn - 01.06.1959, Page 57
MORGUNN
51
Níelsson, við mikla hrifningu fundarmanna, og að lok-
inni ræðu hans var félagið stofnað.
Samkvæmt tillögu Indriða Einarssonar var kjörinn
sjö manna nefnd til þess að setja félaginu lög.
Þá tók næstur til máls Ólafur Björnsson ritstjóri og
flutti skörulegt mál. Þakkaði hann þeim frumherjunum,
sra Haraldi og Einari Kvaran drengilega baráttu þeirra.
Hann lagði áherzlu á það, sem raunar hafði áður komið
fram í ræðu frummælanda, að félagar gætu menn eins
verið, þótt þeir væru ekki sannfærðir um, að fyrirbrigð-
in sönnuðu tilveru framliðinna manna, en aðhylltust aðr-
ar skýringar á fyrirbrigðunum.
Máli hans svöruðu þeir báðir, sra Haraldur og Einar
H. Kvaran, og var þar minnzt með virðingu Björns heit-
ins Jónssonar, föður fundarstjóra. Og að lokum lét Ein-
ar H. Kvaran þá ósk sína uppi, að fyrir starfsemi hins
nýstofnaða félags yrði íslenzka þjóðin „frjálslyndasta
þjóðin í heimi“.
Forystu frumherjanna naut við í félaginu meðan þeim
entist jarðnesk ævi. Einar H. Kvaran var forseti félags-
ins frá öndverðu og til æviloka 25. maí 1938. Prófessor
Haraldur var varaforseti frá öndverðu og til dánardæg-
urs 12. marz 1928. Tímaritið Morgunn hóf göngu sína
ári eftir að félagið var stofnað, og var Einar H. Kvaran
ritstj. þess frá upphafi og til ævilolca sinna. *Af próf Har-
aldi tók Þórður Sveinsson læknir við sem varaforseti og
gegndi því starfi þrátt fyrir vanheilsu sína til ársins
1948. Sra Kristinn Daníelsson tók við forsetastarfi af
Einari Kvaran til næsta aðalfundar, í jan. 1939, og ann-
aðist ritstjórn Morguns í hálft annað ár, að nokkuru með
aðstoð Snæbjarnar Jónssonar. Annarra stjórnarmanna
á fyrri árum vil ég geta þessara: ísleifs Jónssonar aðal-
gjaldkera, Páls Einarssonar hæstar. dómara, Ásmundar
Gestssonar kennara, Snæbjarnar Arnljótssonar banka-
h>anns og Ásgcirs Sigurðssonar konsúls, sem drjúgur
royndist félaginu til stuðnings um margra ára skeið.
L