Morgunn


Morgunn - 01.06.1959, Page 58

Morgunn - 01.06.1959, Page 58
52 MORGUNN Ég fjölyrði ekki um það hér, í hverri þakkarskuld fé- lagið stendur við þessa ágætu menn. En ég vil biðja alla þá, sem hér eru staddir, að heiðra minningu þeirra og þakka þeim með því að rísa úr sætum. Forvígismenn Sálarrannsóknafélags Islands hafa að eðlilegum lögmálum lífs og dauða horfið frá jarðneskum störfum hver af öðrum. Aðrir menn hafa komið í þeirra stað. Nú um áramótin hef ég gegnt störfum forseta í 20 ár, og áreiðanlega koininn tími til, að annar taki þar við. Af þeim, sem nú sitja í stjórninni hafa þau starfað þar lengst, ritari félagsins, frú Soffía Haraldsdóttir og varaforsetinn, sra Sveinn Víkingur. Þá hef ég annazt ritstjórn Morguns í 19 ár. Eins og sjá má af framsöguræðu Einars Kvarans á stofnfundinum og fyrstu lögunum, sem nokkuru síðar voru sett og samþykkt, átti höfuðmarkmið félagsins að vera það að sjá um, að fræðsla um málið væri tiltækileg öllum þeim mönnum í landinu, sem hennar óskuðu. Ég held að ekki verði annað sagt en að mikið hafi verið unnið í þessa áttina. Fyrirlestrar og erindi hafa verið flutt um málið svo hundruðum skiptir. Tímaritið Morgunn hefir verið gefið út í 39 ár. Margar bækur hafa komið út, ýmist fyrir tilstuðlan félagsins eða bein- línis gefnar út af því. Sú starfsemi hefir veriö aukin á síðustu árum og mun væntanlega verða aukin enn til muna. A. m. k. sumir forystumanna félagsins nú líta svo á, að markmiði sínu, að breiða málið út og kynna það sem flestum, nái félagið bezt með því, að félaginu verði breytt í þá áttina, að það vorði í framtíðinni í ríkara mæli en enn er orðið bókafélag um sálarrannsóknir og andleg mál, og að til þess beri félaginu fyrst og fremst að verja arðinum af eigum sínum, sem eru talsverðar. I öðru lagi vakti það fyrir stofnendum, að gera til- raunir með miðla og gefa félagsmönnum tækifæri, eftir því sem aðstæður leyfðu hverju sinni, til þess að sitja
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.