Morgunn - 01.06.1959, Qupperneq 62
56
MORGUNN
á það að vera eitt höfuðvígi frjálslyndisins í andlegum
málum þjóðarinnar. Þá skyldu ber oss að rækja við minn-
ingu frumherja félagsins, við íslenzku þjóðina, og síðast
en ekki sízt við sannleikann sjálfan. Af engu öðru en
honum á þetta félag að vera bundið.
Jón Avðuns.
★
Sannanir fyrir framhaldslífi
í vorliofti enska tímaritsins Light, 1050, er greinaflokkur, sem
segir frá samtalsfundi nokkurs hóps kunnra sálarrannsóknamanna
um sannanir fyrir framhaldslífi. Hér komu saman menn, sem
longi hafa fengizt viS sálarrannsóknir, og þeir leiddu saman liesta
sína um þa'ð, livort í sálrænu fyrirbrigðunum væru til sannanir,
tvímælalausar sannanir fyrir því, afi maðurinn liföi líkamsdauðann.
Um það voru fundarmenn engan voginn á einu máli, en með stútt-
um erindum og spumingum og svörum lögðu þeir sjónarmið sín
fram og ræddu þau.
í þessu heft.i tímaritsins Light má lesn það, sem fram fór á
fundinutn, og er þeim, sem alvarlega vilja kynna sér það, sem
færustu menn hafa um málið að segja, ráðlagt að láta bóksnla sinn
panta fyrir sig þetta hefti, sem er allstórt að vöxtum, og lesa það.
Á síöari árum liafa komið fram ýms ný sjónarmið og nýjar skýr-
ingar á fyrirbrigðunum, og má hér kynnast ýmsum þnirra. Þetta
hefti kostar 6 shillinga og má panta það frá: Colloge of Psychic
Science, 10. Quoensberry Place, London S. W. 1.