Morgunn - 01.06.1959, Qupperneq 68
Minnisstætt atvik
★
Mér er minnisstætt atvik úr lífi mínu, sem gerðist
árið 1939. Það var í júnílok að ég var vinnustúlka hjá
frú Á., sem átti heima við X-götu hér í bænum.
Frúin hafði lengi verið sjúklingur, er við kynntumst,
og var búið að gera allt, sem læknum kom til hugar, til
að lina þrautir hennar, en árangurslaust. Þá datt mér
í hug, að leita hjálpar hjá miðli hér í bænum, en engra
áhrifa af því varð vart að sinni. Frúin var látin fara
í sjúkrahús um sinn, en kom þaðan aftur jafngóð. Var
henni þá ráðlagt að liggja um tíma í tjaldi. Fórum við
þá með tjald suður fyrir Kópavog og lágum í því í hálf-
an mánuð. Þar skeði sá atburður, sem mér er ógleyman-
legur.
Þar dreymir mig, að miðillinn, sem ég liafði talað við,
komi til mín og segi mér, að læknarnir séu búnir að
koma til frú Á. og geti þeir ekki hjálpað henni, en þeir
myndu verða hjá henni um tíma sem bundinn væri við
töluna 8. Þegar ég vakna, segi ég frúnni drauminn.
Liðu svo þrír dagar. Að kveldi þriðja dagsins var frú-
in svo veik, að ég hélt, að hún væri að deyja. Skipar hún
mér að taka undan höfði sínu, en það höfðu læknarnir
bannað áður, svo að mér þótti þetta hálf undarlegt og
segist ég ekki mega það. Hún svarar, að „gamli mað-
urinn“ segi, að ég eigi að gjöra það. Ég spurði, hvaða
„gamla mann“ hún væri að tala um. Hún spurði, hvort ég
sæi hann ekki. Ég neitaði því, en hún lýsti manni, sem
hún kvaðst sjá, hann ætlaði að lækna sig og ég eigi að
taka undan höfðinu á sér. Það gerði ég og fann þá, að