Morgunn - 01.06.1959, Qupperneq 74
68
MORGUNN
á nokkurri öld áður. Þá var lagður sá grundvöllur raun-
vísindanna, sem vér nú stöndum á. En jafnframt skap-
aðist þá efnishyggja, að vísu bjartsýn og stórhuga, en
um leið kaldræn og óvinsamleg trúariðkunum og trú.
Hún setti heilann fyrir hjartað. Rökvísi og raunhyggju
í stað trúar og dulvísi. Hún vísaði á bug öllu því, sem
ekki varð skilið og skýrt með mannlegum skilningi, og
hún hafði bjargfasta trú á því, að allar gátur yrðu ráðn-
ar eftir þeim eðlislögmálum, sem þá voru opinberuð.
Slík efnishyggja lilaut að lcnda í árekstrum við kirkju
og trúarbrögð, og hún hafði nægilcga margt að bjóða
mönnunum til þess, að þeir tækju feginshendi við gjöf-
um hennar, en hinsvegar er mér ekki grunlaust um að
ýmsir þeirra, sem gengu efnishyggjunni á hönd hafi
forðast að láta í ljós innra hug sinn til trúar og trúar-
bragða af ótta við að verða að athlægi.
En þótt margt megi gott segja um efnishyggju og vís-
indi þau, sem nútíminn nýtur, þá hafa þau ekki veitt
mannkyninu þá fullnægju og þá blessun, sem vísinda-
menn 19. aldarinnar trúðu á. En sú er trúa mín, að á
ýmsa lund muni aftur draga saman með trú og vísind-
um eftir því sem tímar líða. En þá er að sjá, hvort kirkj-
an sjálf er viðbúin að fylgja þeirri þróun. Eða hvort hún
jafnvel getur lagt fyrsta skerfinn, til þess að sú sátt megi
takast. Eitt einkenni aukinnar þekkingar er viðurkenn-
ingin á þeim takmörkunum, sem kunnátta mannsins er
háð. Ekkert er fjær sanni en að aukinni þekkingu og
vitsmunum fylgi hroki og stærilæti. Því meira sem mað-
urinn sér og reynir, því dýpra sem hann fær skyggnst
inn í leyndardóma náttúrunnar, því meir hlýtur hann að
finna til smæðar sinnar, og því dýpri lotningu hlýtur
hann að bera fyrir þeim lögmálum og þeirri stjórn, sem
alheimurinn lýtur. En jafnframt því sem manninum vex
skilningur og þroski, þá verða honum ljósari takmörk
þekkingar sinnar, en um leið tekur hann að spyrja um,
hvað sé utan þeirra marka og leita allra ráða til að færa