Morgunn - 01.06.1959, Side 77
MORGUNN
71
ásakanir eða ádeilur. En kjörorð þessarar samkomu er:
Ég varð glaður, er raenn sögðu við mig: „Göngum í hús
drottins“, og mér skildist, að tilgangurinn sé einmitt sá
að laða menn til að ganga í guðshús og taka þar sam-
eiginlega þátt í ákalli og tilbeiðslu safnaðarins. Og því
get ég naumast rætt málið öðruvísi en frá sjónarmiði
þeirra, sem standa utan dyra að öllum jafnaði. Sú stað-
reynd fær ekki dulizt, að þeir, sem utan dyra standa,
eru íleiri en góðu hófi gegnir. Þeir eru og margir, sem
ekki gleðjast af því að vera gefið tækifæri að ganga í
hús drottins. Vér hljótum því að spyrja, hvers vegna svo
sé. Tíðarandinn, munu sumir segja, og bæta við nokkr-
um vandlætingarorðum um lausung æskunnar og kæru-
leysi og kulda hinna fullorðnu. Ekki verður við það dul-
izt, að nokkurn rétt á það svar á sér. En vér megum ekki
gleyma hinu, að tímarnir hafa tekið hröðum breyting-
um. Og nýr tími krefst nýrrar boðunar. Og mér liggur
uærri að ætla, að kirkjan sjálf hafi orðið á eftir í þeirri
þróun, sem orðið hefir meðal þjóðanna. Ég veit, að þér
munuö segja, að ekki eigi kirkjan að vera eins og reyr af
vindi skekinn fyrir hverjum stormsveip tíðarandans. Það
er að vísu rétt, en vér vitum jafnvel, að hún hefir oft
breytt til um boðunaraðferð sína, sjálfrátt eða ósjálfrátt,
enda er slíkt ekki nema eðlileg þróun. Hornsteinarnir
í boðskap hennar eru jafn-óbifanlegir fyrir því. Lotning-
in fyrir höfundi tilverunnar hin sama, þótt formið á að
láta hana í ljós breytist. Kærleikurinn og sannleikurinn
eru hinir sömu, þótt boðskapur þeirra sé fluttur á ólíkum
tungum. Kenning Krists breytist eigi, hvort sem hún er
flutt á hebresku eða tungum vestrænna þjóða. Umbúðirn-
ar breytast en kjarninn er hinn sami.
Kirkja vor er þjóðkirkja. Vér erum öll fædd inn í
hana, ef svo má segja. Hún verður þessvegna í augum
margra eins og hver önnur þjóðfélagsleg stofnun, sem
vér gjöldum vorn skatt til, en látum að öðru leyti af-
skiptalausa. Hún er ekki félagsskapur áhugamanna um