Morgunn - 01.06.1959, Blaðsíða 78
72
MORGUNN
eitt og sama málefni, eins og hinir frjálsu söfnuðir eru.
Og þó hefir kirkjan þau mál ein með höndum, sem eng-
inn getur látið afskiptalaus, þegar reikningsskilin eru
gerð við guð og samvizkuna. En þótt trúin sé ein að
formi til, þá er það jafnvitanlegt, að skoðanir manna í
þeim efnum eru mjög breytilegar, enda þótt þeim þyki
ekki þess vert, að hverfa frá félagsskap þjóðkirkjunnar.
Af þessum sökum verður starf þjóðkirkjunnar örðugra
en ella. Hún hefir í raun réttri skyldur við alla. Hún
stendur öllum opin, en það er ekki nóg, hún þarf iað vera
þess megnug að vekja öllum gleði, þegar þeir koma til
hennar. Slíkt gerir miklar kröfur til þeirra, sem þar
standa fyrir málum, og því miður hefir sú þróun orðið
sífellt meiri og meiri, að söfnuðurinn hefir litið á sig
sem þiggjandann. Og vér vitum fullvel, að mörgum
manni er svo farið, að þeir sjá enga nauðsyn þess að
koma saman til guðsþjónustu, þar sem jafnvel sumt, sem
fram fer, er þeim ógeðfellt, heldur kjósa þeir miklu
fremur að ræða við guð sinn í einrúmi.
Eins og guðsþjónustu er nú almennt háttað og hefir
lengi verið, er hún að langmestu leyti þjónusta orðsins.
Slíkt gerir miklar kröfur til prestanna ekki sízt á þeirri
gagnrýnu upplýsingaröld, sem vér nú lifum á. Af þeim
sökum er hætt við, að orðið staðni í skýringum ritning-
anna einna saman, skýringum, sem ekki ná eyrum fjöld-
ans. Skoðanirnar eru misjafnar, lífsviðhorfin ólík, og
þegar vér hlýðum fluttu orði, verðum vér annaðhvort með
eða móti, ef það á annað borð snertir oss nokkuð. Ég
nefndi áðan sem dæmi viðhorfið til sálarrannsóknanna.
Enn eru skoðanir manna svo skiptar um það, að hætt er
við, að prestur, sem tekur afstöðu með þeim eða móti,
hljóti andstöðu og jafnvel óvild einhvers hluta safnað-
arins. Og þó cr honum það nauðsyn, því að háifvelgjan
er verst. En þá er spurningin, er unnt að ná til hjartna
fólksins á annan hátt en mcð boðun orðsins einni saman.
Er hægt að færa menn nær guði sínum og beina hugum