Morgunn - 01.06.1959, Qupperneq 82
Ökunn mögn mannshugans
*
Ýms merki þess má sjá, að meðal danskra presta gætir
ekki þeirrar allsherjar andstöðu gegn sálarrannsóknun-
um, sem segja má, að gætt hafi í dönsku kirkjunni fram
til þessa. 1 danska tímaritið Nyt Fra Kirkens Front
skrifa m. a. danskir guðfræðingar og prestar, og er þar
þrásinnis minnzt með vinsemd og skilningi sálarrann-
sóknanna, og þó einkum þeirrar greinar, sem nú er nefnd
,,parapsykologi“ og fæst með því nær sama hætti við
sömu fyrirbrigði og sálarrannsóknir síðustu aldar. Hér
er ekki átt við spíritismann, eins og hann hefir því mið-
ur að verulegu leyti mótazt með Dönum og víðar, sem
trúarhreyfing, heldur við fræðilegar og jafnvel vísinda-
legar sálarrannsóknir.
Til þcss að gefa lesendum MORGUNS hugmynd um,
hvernig málið er túlkað og flutt í áðurnefndu tímariti,
er hér birt þýðing á grein, er kom í síðasta hefti þess:
Það er nú verið að senda út fyrirspurnir um allan heim,
sem virðast ætla að leiða í ljós, að „yfirnáttúrleg" fyrir-
brigði gerast enn.
Menn leggja nú mesta rækt við það, sem kalla mætti
sjálfkrafa fyrirbrigði, þau fyrirbrigði, sem gerast óvænt
án þess eftir þeim sé leitað eða reynt að fá þau fram,
(t. d. hjá miðlum. — Þýð.) En um áratugi hafa menn að
mestu fengizt við tilraunarannsóknir, m. a. í allmörgum
háskólum.
Það er ekki unnt að segja, að menn hafi enn komið
sér niður á ákveðna flokkun viðfangsefnanna, og þó má
í höfuðdráttum greina þau í fjóra flokka: 1. skynjanir