Morgunn - 01.06.1959, Síða 83
MORGUNN
77
óháðar skilningarvitunum, er birtast sem fjarhrif, for-
spár, dulskyggni (clairvoyance) o. s. frv. 2. svokölluð
líkamleg fyrirbrigði, fyrst og fremst dularfullar lyft-
ingar og reimleika, en einnig lækningar að andlegum
leiðum. 3. birtingar lifandi manna og látinna (tvífarar,
svipir og annað líkt). Og 4. ásigkomulagið eftir andláts-
augnablikið.
1. Rannsóknir hafa leitt í Ijós, að „sjötta skilningar-
vitið býr með flestum mönnum, bótt í misjafnlega ríkum
mæli sé. Gallupskoðanakönnun hefir leitt í Ijós, að ellefu
af hverjum hundrað mönnum í Danmörk hafa orðið fyrir
„yfirnáttúrlegri" reynslu einhveri’ar tegundar.
Það sem hér er þýðingarmest, er þó ekki sú staðreynd,
að þcssir hæfileikar eru til með mönnum. Miklu þýðingar
meira er, að þessar staðreyndir leiða oss til skilnings
á því, að það sem vér köllum tíma og rúm, er aðeins tii
fyrir hinum líkamlegu skilningarvitum vorum. Ef mað-
urinn getur, til dæmis að taka, séð fyrir atburði áður en
þeir gerast, sannar það þá t. d. elcki það, að í vissu vit-
undarástandi séum vér menn hafnir yfir tíma og rúm,
eins og maður sér af háum fjallstindi út yfir landslagið
allt í kring? Ef slíkt vitundarástand er til, þá er tími og
rúm aðeins tilfyrir líkamlegum skynfærum vorum, — en
andspænis þeirri staðreynd stendur eðlisfræðin nú þegar.
Þá athyglisverðu staðreynd hafa þessi yfirskynfæra-
legu fvrirbrigði leitt í ljós, að oft getur móttakandinn,
t. d. sá sem tekur við fjarhrifum eða sér sýn, sjálfur
verið orsök fyrirbrigðisins. Maður getur t. d. orðið fyrir
því, að sjá vin sinn standa í stofunni hjá sér, án þess
vinurinn hafi hugmynd um að hann hafi sézt þar.
2. Líkamlegu fyrirbrigðin gerast þar sem sálræn orka
setur líkamlega, efnislega hluti á hreyfingu. Á síðari
árum hafa rannsóknamennirnir mjög gefið gaum reim-
leikafyrirbrigðum, sem standa stundum yfir vikum sam-
an, svo að vottfest hafa orðið af blaðamönnum og lög-
regluþjónum. Svo virðist sem fyrirbærin gerist oft í sam-