Morgunn - 01.06.1959, Side 85
MORGUNN
79
Af beinni þekkingu eigum vér næsta lítið. Vér erum
komnir að raun um það, að þar sem menn héldu áður
fyrr, að engin önnur skýring væri til en sú, að fram-
liðnir menn væru að verki, eru fleiri skýringar nú hugs-
anlegar. Af þeim gögnum, sem fram hafa komið í gegn
um miðla, og þar sem álitið er að látnir menn hafi gefið
sig til kynna, eru nokkur til, sem óhagganleg standa enn
í fullu gildi, en þau gögn eru hlutfallslega fá.
En aftur á móti hafa rannsóknimar leitt þá óvæntu
staðreynd í ljós, að sýna fram á, hve óháð líkamslífinu
tilvera sálarinnar er, og þannig gei-t sennilegt, að sálir
geti lifað líkamsdauðann. Og þannig hafa þessar rann-
sóknir gert lifandi fyrir nútímamanninum hina gömlu
kirkjukenning um millibilsástand, — einnig eins og sjá-
endurnir hafa lýst því, Sadhu Sundar Singh og Emanuel
Swedenborg.
Niðurstaðan er áreiðanlega sú, að sálarrannsóknir,
parapsykologi, hafa stórlega aukið þekking vora á til-
verunni. Alheimurinn er stærri en heimurinn, sem vér
höfum daglega fyrir augum. Vér getum ekki fellt allt
undir svið mannlegrar skynsemi einnar.