Kylfingur - 01.01.1944, Blaðsíða 4

Kylfingur - 01.01.1944, Blaðsíða 4
o KYLFINGUR Gunnlaugur Einarsson Minningarorð. Gunnlaugur Einarsson, aðalstofnandi Golfklúbbs Is- lands, golfs á íslandi og formaður klúbbsins fyrstu 9t4 árin, er fallinn í valinn. Hans nýtur ekki lengur við, En minning hans mun lifa, og Kylfingi er það ljúft og skvlt að geyma um hann nokkur minningarorð. Gunnlaugur er fæddur 5. ágúst, 1892, á Eiríksstöðum í Jökuldal, sonur Einars Eirikssonar, bónda og hreppstjóra þar, og konu hans Steinunnar Vilhjálmsdóttur Odd.sen. Hann lauk stúdentsprófi 1912, prófi í læknisfræði 1918 og settist að í Reykjavík sem sérfræðingur í háls- nef- og eyrnarsjúk- dómum, árið 1921. Gunnlaugur var maður vel menntaður í sinni fræðigrein. Hann stundaði framhaldsnám erlendis og fdr oft utan til þess að sitja læknafundi og kynna sér nýjungar í starfi sínu. En honum var ekki atvinna læknisins aðalatriðið, heldur hollustuhættir og heilbrigði þjóðarinnar. Hann lét sig því varða allt, er snerti heilbrigðismál, hreinlæti, líknarstarf- semi og líkamlega þjálfun. Hann lét sig varða þessi mál svo um munaði, því hann var hamhleypa, þar sem hann gekk til vinnu. Hann ræddi rnálin, skrifaði um þau og fram- kvæmdi það, sem gera þurfti, enda hlóðust fljótt á hann trúnaðarstörf í ótal félögum og stofnunum, umsvifamikil og tímafrek. Skal ég sem dæmi nefna formennsku í Rauðakrossi íslands, Læknafélagi Reykjavíkur, Ferðafélagi fslands, ís- lenzk-sænska félaginu Svíþjóð, Garðstjórn, Sænsku vikunni 1936, auk margs fleira. Sumarið 1934 voru þeir læknarnir Gunnlaugur Einars- son og Valtýr Albertsson utanlands á læknafundi og við framhaldsathuganir 1 fræðigreinum sínum, og kynntust þá meðal annars golfleik og lærðu hann nokkuð. Sáu þeii’
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.