Kylfingur - 01.01.1944, Page 8

Kylfingur - 01.01.1944, Page 8
6 KYLFINGUR 6. gr. Sjóðnum stjórnar stjórn Golfklúbbs íslands. 7. gr. Reikningsár sjóðsins er almanaksárið. Reikninga sjóðs- ins skal færa sérstaklega og endurskoða á sama hátt og reikninga klúbbsins. 8. gr. Stjórn sjóðsins getur aflað honum tekna með áheitum, gjöfum o. fl., t. d. með árlegri Gunnlaugskeppni, með hærra þátttökugjaldi en í öðrum kappleikjum. Nýr GollMúbbur. Á s. 1. vori var stolnaður nýr golfklúbbur á Isafirði. Átti stjórn G. S. í. hlut að því máli, en aðal hvatama'ður að stofnuninin var Baldur Johnsen, héraðslæknir. Stofnfélagar voru 20. Formaður klúbbs- ins er Baldur Johnsen. Fyrir tilhlutan stjórnar G. S. I. fór golfkennarinn, Robert Waara, til ísafjarðar og kenndi þar um liálfsinánaðarskeið. Síðar fór hann þangað aftur, í fvlgd með forseta G. S. í., Helga H. Eiríkssyni og mældu þeir þá út og skipulögðu 3-holu æfingarvöll. Ahugi Isfirðinga fyrir íþróttinni er mikill, en aðstæður allar hinar erfiðustu. Kylfingur óskar hinum nýja klúbbi til hamingju og vonar, að honum megi auðnast að vinna bug á byrjunarörðugleikunum svo að hann geti sem fyrst tekið virkcn og öflugan þátt í golfstarfsemi vorri.

x

Kylfingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.