Kylfingur - 01.01.1944, Page 23

Kylfingur - 01.01.1944, Page 23
KYLFINGUR 21 vel, en þó fauk þakið af honum í öðru ofsaroki, sem gerði í vetur. Var hann þá rifinn niður og hafa verið gerðar ráð- stafanir til þess að byggja hann að nýju, helmingi stærri en áður. Stjórn klúbbsins var skipuð eftirtóldum mönnum • Þórhallur Gunnlaugsson, formaður, Einar Guttormsson, varaformaður, Hinrik Jónsson, ritari og Viggó Björnsson, gjaldkeri. Félagatala var í árslok 59. Georg Gíslason. Kylfingabrúðkaup. Hinn vinsæli golfkennari, st.sgt. Robert Waara, hefur gengið að eiga Ólafíu Sigurbjörnsdóttur, fyi’rverandi golfmeistara kvenna í Reykja- vík, ok eru þau farin til Ameríku. Vér árnum brúðhjónunum allra heilla og vonum að þeim verði afturkomu auðið til Islands, til lengri eða skemmri dvalar. Jafnframt teljum vér oss skylt, að vara unga og ókvænta kylfinga við þeirri yfirvofandi hættu, að missa þannig úr landi allt hið unga og ógefna kvenkylfingaval vort, því að slíkt brott- nám er ekktrt einsdæmi í golfsögu vorri.

x

Kylfingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.