Kylfingur - 01.01.1944, Síða 24

Kylfingur - 01.01.1944, Síða 24
22 KYLFINGUR Þingtíðindi Frá Golítinginu 1944. Þriðja þing Golfsambands Islands hófst hinn 23. júlí s. 1. að Varmahlíð í Skagafirði. Hér á eftir verður gerð grein fyrir helztu störfum þess og ákvörðunum. Mættir fulltrúar voru þessir: Fyrir Golfklúbb íslands, Reykjavík: Halldór Hansen dr. med., Gísli Ólafsson stud. med. & chir., Jóhannes Helgason, kaupmaður og Helgi Her- mann Eiríksson, verkfræðingur. Fyrir Golfklúbb Akureyrar: Jóhann Þorkelsson, héraðslæknir og Helgi Skúlason, angn- læknir. Fyrir Golfklúbb Vestmannaeyja: Þórhallur Gunn- laugsson, símstjóri og Einar Guttormsson, læknir. Á þing- inu var og mættur Georg Gíslason, kaupmaður í Vestmanna- eyjum, en hann á sæti í stjórn sambandsins. Auk þess fjöldi þátttakenda í landsmótinu. Forseti sambandsins, Helgi H. Eiríksson, setti þingið og hóf hann mál sitt með minningarorðum um Gunnrlaug heitinn Einarsson, lækni, formann G. I. og hinn mikla braut- ryðjanda golfíþróttarinnar hér á landi. Fulltrúar vottuðu minningu hins látna virðingu sína með því að rísa úr sætum. Þá bauð forseti fulltrúa og gesti velkomna til þings og og leika í Skagafirði. Fór hann nokkrum orðum um erfið- leika þá, er við var að etja, að þing og mót mættu verða háð í Skagafirði, og bar fram þakkir til þeirra, er að því studdu að svo gat orðið. Þar næst bar forseti fram tillögu þess efnis, að for- seta íslands, herra Sveini Björnssyni, yrði send kveðja og þakkir þings og landsmóts. Var það einróma samþykkt og honum sent svohljóðandi símskeyti: „Golfþing Islands og landsmót í golfi, er hefst í Skaga- firði í dag, sendir yður hlýjar árnaðaróskir og fagnar því,

x

Kylfingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.